Verði ljós - 01.08.1896, Side 8

Verði ljós - 01.08.1896, Side 8
120 faðir óberlín!“ svarar drengurinn og hyggur það nægilega skýr- ingu. Hann skilur það ekki, að allir menn skuli ckki vita hver faðir Óberlín sje, því það veit hvert barn í Yaldersbach. Og svo sýnir drengurinn ferðamanninum marmaramyndina af „föður Óber- lín“, sem stendur inni í kirkjunni, við hliðarvegginn andspænis prjedikunarstólnum. Og fáir ferðamcnn dvclja svo skamma stund í Valdersbach, að þeir ekki hafi fræðzt um það áður en þeir fara þaðan, hvaða maður „faðir Obcrlhr1 hafi verið og þá vita þeir það einn- ig, hverjum það mikils til er að þakka, að þetta fagra og blómlega dalverpi samsvarar eigi lcngur hinu látlausa nafni síuu, Steindalur. „Faðir Óberlín" var fyrir mörgum árum síðan sóknarprost- ur Steindæla, og að hann hafi verið það meira en að nafninu til sjest bezt á orðinu „faðir“, sem Steindælir hafa sett framan við nafnið hans og enn í dag fylgir því, þegar það er ncfnt. Skírn- arnafn hans var annars Jóhann Friðrik Óberlín. Faðir hans var fátækur, en guðhræddur og skyldurækinn skólameistari í Strass- borg. Þar fæddist Jóhann Friðrik 31. ágúst 1740. í uppvexti sínum hl&ut hann hið bczta uppcldi, hann var hlýðinn og einkar námfús og tók brátt miklum þroska, Tæpra 15 ára gamall varð hann stúdent. Hugur hans hneigðist að hermensku, en þcgar hann varð þess var, að föður hans var það á móti skapi og hann æskti þess heldur, að hann legði fyrir sig guðfræðinám, til þess síðar að gjör- ast prestur, ljct hann það þegar cptir föður sínum; gjörði hann það því fúsar sem hjarta hans var gagntekið af barnslegri ást á frelsaranum og hann iðraðist þess aldrei síðar. Við guðfræðinámiðlagði hann mikla rækt og alúð, og sjerstaklega hafði einn af kennurum hans við háskólann, Lórens að nafni, lærður maður og guðhrædd- ur í píetistastefnu, mikil áhrif á hann. Þess má geta sem dæmis þess, hvcrnig Óberlín var innrættur þegar á námsárunum, að hann 1. janúar 1760 í mjög svo vandlega rituðu skjali, með nafnsundirskrift og hjásettu innsigli sínu, skuldbindur sig hátíðlega til að lifa og þjóna guði og frelsara sínum; en slikt var ekki með öllu óþekt á þeim tímum. 1 skjali þessu kemst Óberlín meðal annars svo að orði: „Jeg kalla himin og jörð til vitnis um það, að jeg á þessum degi játa, að drottinu sje minn guð; jeg lýsi yfir því, að jeg reikna mig í tölu barna hans og til- heyri hans lýð. Jeg afncita hjer með öllum ináttarvöldum, sem til þessa hafa ráðið yíir sálu minn og öllu, scm skilur mig frá guði mínum og frelsara11. Skjál þetta endar með bæn til

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.