Verði ljós - 01.08.1896, Side 16
bindindisfjelögin. Það þarf ekki annað cn líta í verz.Iunai'skýralurnar frá siðustu
áruin, til þess að sannfærast um þetta. Þær bera það mcð sjor, að enu sje tals-
vert drukkið á voru landi. Samkvæmt þessum skýrslum hefir
árið 1891 ílutzt liingað til landsins brennivin fyrir 287,842,00 kr.
1892
1893
1894
233,564,00 —
245,092,00 —
248,670,00 —
Samtals á tímabilinu 1891—94 aðflutt brennivín fyrir 1,015,168,00 kr.
Hvað befir orðið um alt þetta brennivín?
Því er fljótsvarað. Landslýðnrinn hcfir drukkið það mest alt. Að söimu
drekka útlendingar, sem koma hiugað til landsins, talsverf, og ef til vill er ein-
hverju varið til annars en drykkjar, en þetta hvorttveggja nemur varla moiru on
því, sem er fram yfir miljónina.
Fyrir 1 miljón 15 þúsund 168 krónur hefir flutzt brennivín til íslands á
þessum fjórum árum. Það er ekki lítið þegar þess er gætt, að tala landsmanna
er ekki neina 76 þúsundir. En hver getur útreiknað alla þá bölvun, eyind og
volæði, sem flutzt hefir iun í laudið á sama tímabili með öllu brennivíninu, —
hver getur útroiknað alt það eigna- atvinnu- og heilsutjón, allar þær áhyggjur, tár og
andvörp, sem þetta aðflutta brennivin hefir orsakað á sama tímabili! Syndin og
spillingin eru hvervetna föruuautar brennivínsins.
Brennivín fyrir meira on eina miljón! Og það á einum fjórum árura. Á
þessu befir hin fátæka og fámonna íslenzka þjóð ráð! Fyrir þessa sömu upphæð hefðu
getað fengizt hjer um bil 70 þúsutid tunnur af korni eða rúmlega 15 miljónir
punda af brauði, en það eru aptur hjer um bil 200 pund brauðs handa hverju
mannsbarni í landinu (sjeu íbúar þess taldir 75 þús.)
Yissulega mundi oss virðast það þung sjón, ef vjer sæum 70 þús. tunnum
korns eða korni fyrir eina iniljón kr. fleygt í sjóinu, on þó væri þetta Ijettbær-
ara en að sjá sömu upphæð fleygt út fyrir brennivín til þess að spilla heilsu
þjóðarinnar og eyðilcggja siðferði henuar, eins og gjört heiir verið á íslandi á
fjögra ára tímabilinu 1891—94.
— Það er vísindalega sannað, að brennivín eða áfengi yfirhöfuð felur ekkert
næringarefni í sjer. En með því er það líka dæmt, því að það, sem ekki inni-
heldur næringarefni, hlýtur að gjöra tjón þegar fram i sækir. Það er sagt, að
af2000 brjóstveikistilfellum sjeu aðeins 360 að jufnaði, sem ekki hafi orsakazt af
áfengisnautn. Hjartasjúkdóma, lifrarsjúkdóma, lungnasjúkdóina, tæring — alt
þetta getur áfongið framleitt. Heilinn, mæuan, maginu, taugakorfið á sjor ongan
argari óviu en brennivínið. Enginn er sá kluti líkamauB eða sálarinnar, er okki
veikist eða spillist við lengri eða skemri brennivínsnautu.
Til kaupeiidanna! Setjarinn hefir gjört oss jiann grikk að
setja 8. arkar blaðsíðutal á síðasta tölublað (nr. 7) en oss yfirsjezt
jiað jiangað til prentun tölublaðsins var lokið. Vjcr verðum jiví
að láta við jiað setja, sem orðið er og biðja kaupendur blaðsins að
fyrirgefa, að þessi tvö tölublöð (7. og 8.) vcrða með sama blaðsíðutali.
Gjalddagi ldaðsins var 15. júlí.
Útgefendur: Jón llelgason, prestaskólakennari, Sigurður P. Sivertsen og
líjarni Símouarson, kandídatar í guðfræði.
Reykjavilt. — Fjelagsprentsmiójan.