Verði ljós - 01.08.1896, Blaðsíða 9
121
guðs um krapt hans og aðstoð til að halda þessa skuldbindingu.
176.2 varð hann liúskennari hjá lækni einum í Strassborg, sem í
öllu fylgdi sömu trúarskoðun og hann. Hjer tók hanu að hnýsast
í læknisfræðileg rit og varð dvöl hans í þessu húsi lionum til mikilla
nota síðar meir, því að fyrir hana gat hann síðar sameinað lækning lík-
amsmeinanna við lækning andarmeinanna. Fjórum árum síðar var
honum hoðin staða sem herprestur og ætlaði hann að taka við
hcnni á næsta vori, en þá kom til hans prestur einn, Stúber að
nafni, er þá var nýorðinn prestur í Strassborg og bað hann í nafni
guðs að taka að sjer preststöðu í Steindalnum. Þar hafði Stúber
áður verið prestur, en hálfnauðugur orðið að yíirgefa Steindæli og
áleit það nú skyldu sína, að útvega þeim góðan prest í sinn stað;
hann hafði leitað lengi án þess að finna nokkurn, er hann áliti
hæfan til þéss, áður en hann kom til Óberlíns. Þeir höfðu aldrei
sjezt áður, en varla hafði Stúber tekið í hendina á Óberlín, þar
sem hann stóð í stofu sinni, fyr on þessi orð hrutu lionum að vör-
uin: „Þetta er maðurinn, sem jeg er að leita að!“ — hann þurfti
ckki annað en sjá framan í hinn unga mann, til þess að sannfær-
ast um það, að hann væri sá maður, sem honum væri óhætt að
trúa fyrir Steindælunum sínum. Óberlín var þegar fús til þessa;
og fám vikum síðar, 1. apríl 1767, var hann skipaður sóknarprest-
ur í Steindal. Og sjaldan hefir ungur maður gengið betur undir-
búinn til preststöðu sinnar cn hann, mcð eins ljósri meðvitund um
helgi þess starfs, sem hann tókst á licndur og þýðingu þcss og
mcð eins glöggri tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð, sem því er sam-
fara. Hann vissi það, að góður vilji er mikilsvirði og góðan vilja
hafði hann, en hann vissi líka, að þá fyrst getur hinn góði vilji
áorkað einhverju, þegar drottinn er með í verlrinu, styrkjandi og
styðjandi. Og Óberlín treysti guði, þess vegna fann hann sig
styrkan, þess vegna var sólskin í hjarta hans er hann hjelt inn-
reið sína í Steindalinn, sem þá var rjctt nefndur þessu nafni, því
hrjóstrugri sveit, þóttist Óberlín aldrei sjéð hafa. Vegir voru svo
að segja engir og varla hægt að komast bæja á milli fyrir fcnj-
um og foræðum, ekrur og garðar voru í órækt og skóg-
ar sáust varla. En þá var sóknarfólkið ekki álitlcgra. Margra
alda vanrækt hafði svæft hjá því allar góðar hvatir, alstaðar skein
áliuga- og hirðuleysið fram, alt bar vott um ómensku og vöntun
framtaksemi, og í andlegum efnum mátti segja, að þar væri akur-
lendi óplægt og óræktað, en alþakið arfa og illgresi; einnig i and-
lcgu tilliti voru sóknarbörnin rjettnefndir Steindælir. Allflestir