Verði ljós - 01.08.1896, Blaðsíða 5

Verði ljós - 01.08.1896, Blaðsíða 5
117 veru og faðirinn", — þá er það hcimska éin ogfáfræði, sem segir að Níceu-þingið haíi méð þcssum ákvörðunum „gjört Jesúm að guði“, því þessi játning fundarins cr ekki annað én það, sem kirkjan til þess tíma hafði kcnt og játað á grundvelli orða Jesú sjálfs og postula hans. Það er ekki kirkjan, sem héflr „gjört Jesúm að guði“, heldur hcfir Jesús sjálfur komið fram með þá kenningu og staðfest sannieika hennar með lífi sínu, dauða og upprisu. Þannig vildi jeg þá hafa sýnt þjer fram á það, Bergþór minn góður! hvcrsvcgna jeg frammi fvrir spurningunni miklu: „Iívað virðist þjer um Krist? Hvers son er hann?“ hlýt að taka mjer í munn hið postullega svar: „Þú ert Kristur sonur hins lif- anda guðs!“ Öðru vísi get jeg ekki svarað þessari spurningu; þetta svar er, cf jeg mætti viðhafa þau orð, svo samgróið sálu minni og hjarta, að það er með öllu ómögulegt að það geti hljóð- að öðru vísi af vörum mínúm alt til minnar hinstu stundar. Jafn- vel þótt óvinum hinnar kristnu trúar og hafnondum guðdómleika frelsarans tækist það, (sem þeim reyndar — guði sje iof aldrei að cilífu mun takast!) að rífa niöur og svipta öllu gildi alt það, sem til þessa hefir stutt trú mína á guðdóm Jesú Krists, þá verð- ur þó eptir í hjarta mínu rödd, som engin heiinspeki eða vísindi eða rannsóknir, hverju nafni sem þær nefnast, geta þaggað niður, rödd, sem frá djúpi hjarta míns og instu fylgsnum sálar minnar hrópar hærra cn allar raddir vantrúar og efasemda fyrir utan mig og vitnar seint og snemma, að Jesús Kristur sje minn drottinn, er hefir ondurlcyst mig friðkeypt og frelsað frá synd og dauða og glötun. Þessi rödd hefir styrkt mig í stormum lífsins frá æsku minni alt til þessarar stundar og jeg er þess fullviss, að þessi hin sama rödd muni veita mjer þor og þrck í mínu hinsta stríði og lýsa mjer í dauðans dimmu nótt. Andi minn vitnar það með mjer, að alt, sem í mjer kann að vera gott og heilnæmt, sje verk hans eins, er tók mig sjer í faðm í heilagri skírn; hann. vitnar það mcð mjer, að hafi jég nokkurn tíma hugsað eða talað eða framkvæmt nokkuð, er staðizt gctur fyrir augliti hins lifanda guðs, þá sje það lionum einum að þakka, scm ávalt auðsýndi krapt sinn í vcikleika inínum. Fyrir sjerhvern j>ann sigur, er jeg kann að hafa unnið yfir synd og frcistingum, lilýt jeg að lofa hann og þakka honum. Hann hefir verið líf mitt, hann hefir verið ijós mitt, hann hefir verið kraptur minn alt til þessarar stundar, og jeg vona og bið, að hann verði það einnig þessi ár, scm jcg á optir ólifað.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.