Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 7

Verði ljós - 01.12.1896, Blaðsíða 7
183 að vjer eigi hijótum að skilja við þcnnan heim og tjaldbúð iíkama vors að hrynja, en hann heíir eins og ummyndað dauðann. E>að sem áður gjörði dauðann svo óttalcgan, varbæði inyrkur hans og broddur hans. Myrkur dauðans var óvissa sú, sem mennirnir voru í um afdrif þeirra í dauðanum. Þéssari óvissu hefir Jesú eytt með því að leiða í ijós lííið og ódauðleikann, með því að vcita oss fulla vissu um annað líf eptir þetta Broddur dauðans er syndin. Það, sem gjörir dauðann sárastan er það, að hann er beinlínis aileiðing syndarinnar, sem öllu spillir með eitri sínu. Þennan brodd dauð- ans hefir Jesús brotið, þegar hann með dauða sínum friðþægði fyr- ir .vorar syndar, því þar sem syndin er afmáð, getur hún ekki framar aukið alvöru dauðans. Fyrir Jesúm cr dauðinn þannig um- myndaður orðinn, fyrir þá, er á Jesúm trúa, er dauðinn eigi framar neinn sannur dauði, heldur miklu fremur líf, því það er hann, sem leysir oss frá dauðleikanum og lciðir oss til ódauðleikans. Hann, som fæddist til að deyja fyrir oss, heíir þannig fæðzt til að gjöra oss dauðann að lífi. Fyrir hans fæðingu erum yjer þvífæddir til lífsius. Til þrældóms, myrkurs, hrygðar og dauða værum vjcr fæddir, ef guðs sonur væri eigi fæddur oss; en fyrir hans fæðing erum vjer fæddir til frelsis, ljóss, gleði og lífs! Ó hvílíkt eymd- arásigltomulag hefði líf vort og tilvera verið, ef viðburður jólahátíð- arinnar hefði aldrei viðborið. Yæri guðs sonur eigi í heiminn kominn, þá væri sú örvæntingarhugsun, sem segir, að af allri ógæfu mannsins sje sú ógæfan mest, að vera orðinn til, hin æösta speki. En sá guð, sem er kærleikans guð, vildi eigi að hagur allra manna yrði slíkur. Þess vegna bar hið undrunarverða að höndum, að guðs eiginn eilífi sonur fæddist í hoiminn, til þess að veita oss bót á því öllu, sem oss vantaði til að geta orðið sælir. Engin umskipti geta hugsazt meiri, gleðilegri nje sæluríkari cn þau, sem urðu á högum mannanna við holdtekju guðs sonar. Fyrir fæðiug lians er vor fæðing blessuð orðin, já alt vort líf og cinnig dauði vor blcss- aður orðinn, ef vjcr höfnum eigi og hrindum frá oss þeirri btessun, sem oss er boðin. Hugleiðum þetta rækiloga, kristnir menn; látum íhugun hinn- ar óumræðilogu náðar, sem oss ervcittmeð Jesú Kristi, kveikja hjá oss hjartanlegustu þakklátsemi við þann kærleikans föður, sem clskaði oss að fyrra bragöi, já elskaði oss svo heitt, að hann gaf oss sinn oiugctinn son. Vorum ekki kaldir og tilfinningarlausir fyrir því, að hanu, sem var ríkur, gjörðistfátækur vor vcgna, svo

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.