Verði ljós - 01.12.1896, Qupperneq 23
199
skynsemi og mannlegur lærdómur má sjer í rcligións sökum. Jeg
lieiðra þau hvorutveggju, því þau eru stór og dýrmæt guðs gáfa.
Jeg veit, að þau bæði eiga og hljóta að brúkast sem óniissanleg verk-
færi, til að geta sem rjettast útlagt heilaga ritningu, en þau hljóta
þá samt að búa í þeirri sálu, sem uppfylt er af djúpri auðmýkt
fyrir liöfundi ritningarinnar, annars er ofurhætt við, að maður nái
ekki með þeim einsömlum þeim sanna og guði verðugasta skiln-
ingi á henni. En af því heimurinn hefir hingað til verið ríkari
af skynsemi og lærdómi en guðlegri auðmýkt, hafa þó margar trú-
arbragðaþrætur á öllum öldum uppkomið; því sá sanni visdómur,
sem Jakob (3, 17.) lýsir, á ei heima nema í auðmjúkum auda að
vitni þess hávísa Salómons (Orðskv. 11,2.), og sjálfur Davíð kon-
ungur játar sig þá hið fyrsta hafa lært guðs rjettindi, nær hann
auðmjúkur gjörðist (Sálm. 119, 71). Þess vegna leyfi jeg mjer þá
að álykta þctta mál með orðum postulans Páls til Agrippa kon-
ungs (Pstgjb. 26, 29): Eg æski þess af guði, hvort það brestur
í miklu eður litlu, að ckki einasta Yðar Hávelborinheit, hcldur og
svo allir aðrir, sem um þvílíkt efni höndla, — já sjálfur jeg með —
gætu orðið öldungis sama sinnis, sem þessi stóri og lærði postuli
var! En — hvílíkur var hann? Hann vildi sjer af engum lær-
dómi hrósa, neina lærdóminum um „Jesúm og liann krossfestan“
(nfl. það að hann var píndur og deyddur fyrir hans og allra synd-
ir) og áleit enga speki til jafns við þann lærdóm takandi.
Nú er þá alleinasta eitt eptir, þetta: að biðja hiö innilcgasta
og auðmjúkasta um Yðar Hávelborinheita náðuga umburðarlyndi
og fyrirgefningu:
«) á því vogaða fyrirtæki, að senda þetta upplcast með öll-
um þoss ófullkomleikum undir Yðar Hávelborinheita augu, í þeirri
von, að virðið það yfirlesturs;
13) á mínum máske hjer og þar ósvinnari orðatiltækjuui en
vera skyldi, hvað orsakazt hefir sumpart af þoss í Yðar Hávelbor-
inheita tilskrifi inngefna læknisdóms öfugu verkun (sem eg í inn-
ganginum ávikið hefi), sumpart af minni sterku mótsettu sannfær-
ingu og sumpart af breyskleika míns náttúrufars.
í fullkomnu trausti, þess að jeg verði um þessa mína auðmjúku
bæn heyrður, undirskrifa jeg með sannri og djúpri lotningu
Yðar háeðla Hávelborinheita
auömjúkasti undirgefinn þjenari
Möftruíelli þ. 12. Maii 1821. T T-