Verði ljós - 01.01.1897, Qupperneq 7

Verði ljós - 01.01.1897, Qupperneq 7
landi, og hafa l»ví eins mikla ástæðu til að spyrja: Hvaðan niuil hjálp mín kouia? En þegar jeg ekki get sjeð, hvað fyrir framan mig er, lítjeg aptur fyrir mig, renui augum sálar minnar yfir það tímaskeið, sem þcgar er hlaupið. Og hvað sje jeg þar? Jeg sje merki þcss al- staðar, hversu líknarhönd drottins leiddi mig á liðnu tímaskeiði. Jog sjo að sönnu, að fjöldi samferðainanna minna heíir orðið eptir í dalnum, sem leið mín lá í gognum og ekki fengið að stíga fæti inn á hið óþekta land, — en jeg heíi fengið að halda áfram ferð- inni alt til endatakmarksins. Jeg minnist þess, að jeg hrasaði opt, en líknarhönd drottins rcisti mig jafnskjótt á fætur; jeg minnist þess, að dimmviðri sorganna skullu á mjer, þá leiddi hann mig við hönd sjer og slepti mjer ekki fyren veðrið varliðiðhjá; jegminn- ist þess, að stundum var myrkt;í sálu minni, en þá var það hann, sem tendraði ljós, svo að jeg þó misti ekki sjónar af honum. Sála mín gjörist rólog aptur, er jeg lít yfir hina förnu leið, sem frá byrjun til enda ber vott um dásemdir drottins og minnir mig á það, að sá fer aldrei einu, er með guði gengur. Hjarta mitt á- varpar mína kvíðandi sál: Hingað til kefir drottinn hjálpað; mundi hann ekki einnig gjöra það hjer eptir! Og nú hræðist jeg eigi framar þokuna, sem hylur mjer fjöll og dali framtíðar minnar. Jeg lypti mínum augum til fjallanna, til hinna eilílú fjalla, sem ckkert skyggir á, sem aldroi dyljast sjónum þess, er vill sjá þau. Jeg lypti augum mínum til hinna eilífu fjalla, þar sem hann, sem í himninum býr, situr á hástóli veldis síns, hann, sem í Jesú Kristi er faðir minn og faðir allra, sem vilja heita börn hans. Ó, hve hjarta mitt verður rótt og sál mín fagnandi, ér hún minnist þess, að uppi yfir skýjunum bærist hjarta elskandi föður, sem einnig hefir gefið mjer rúm í hjarta sínu, mjer, fátækum aumingja, sem elcki er meira virði en grasið, sem sprettur fram í dag, en cr visnað áður en dögg hins næsta morg- uns nær að vökva það; já, hjarta ástríks föður, sem bæði hcfir vilj- ann og máttinn til þess að styðja mig og styrkja í öllu því, sem gott er, því að hans er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Nú þarf sála mín ckki framar að spyrja kvíðandi: Hvaðan mun hjálp mín koma? Því þegar jeg lypti augum mínum til hinna ei- lífu fjalla, hljómar frá djúpi sálar minnar rödd, sein fyllir hjarta mitt fögnuði og friði, rödd, cr scgir: „Mín hjálp kemur frá drotni, sem gjörði himin og jörð“. Og mcð óminn af þessari röddu í eyrum mjer legg jeg hug-

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.