Verði ljós - 01.01.1897, Síða 14

Verði ljós - 01.01.1897, Síða 14
10 þjónustu hans, scm er herra kirkjunnar, og lofað því fyrir augliti hins lifanda guðs, að helga sjálfa sig og alt sitt líf honum oghans eilífa ríki ? Þeir hafa tekizt á hendur að reka erindi hans meðal lima safnaðarins, vekja hina kristilegu guðsbarna-meðvitund hjá þeim, er enn standa álengdar, on efla hana og glæða hjá þoim, sem „þogar hafa bragðað guðs góða orð og krapt komandi aldar“. Og þetta erindi drottins eiga hinir kristu kennimenn að reka sem prjedikarar, ungmennafræðarar og sálusorgarar. En eins og það krefst af sönnum „umboðsmanni guðs leyndardóma“, að hann sje trúr, þ. e. boði í tíma og ótíma guðs góða og náðuga vilja, án mann- greinarálits og varist að láta lúður sinn nokkru sinni gefa óskil- merkilegt hljóð,'hvort sem hann nú kemur fram í söfnuðinum sem prjedikari, ungmennafræðari eða sálusorgari, — þannig er það einn- ig postulleg krafa, sein mikil áherzla hvílir á, að hinn kallaði um- boðsmaður prýði lærdóminn með grandvöru líferni, hvar oghvenær sem hann kemur fram. Án þess að taka tillit til beggja þessara krafa, verður enginn sannur dómur uppkveðinn um prestastjett vora, og viljum vjer því oinnig ganga út frá þeim, er vjer leit- umst við að leiða rök að þessari nýnefndu staðhæfingu vorri, að vor kirkjulegu mein sjeu meðfram og að miklu leyti að kcnna prestastjett vorri á liðnum áratugum. Hvað fyrra atriðið snertir, trúmensku-kröfuna í rekstri hins kennimannlega embættis, þá dettur oss ekki í hug, að bera vorri íslenzku kennimannastjett yfirhöfuð vísvitandi vanrækzlu ábrýn, þótt oss virðist á hinn bóginn erfitt að neita þvi, að harla mikið vanti á, að þeir hafi þar fullnægt þeim kröfum, scm guðsorði sam- kvæmt má gjöra til þeirra, hvort heldur ér sem prjedikara, ung- mennafræðara eða sálusorgara. Það, sem vjer þá fyrst vildum minnast á, er hin íslenzka prjedikun. Hvernig hefir hún verið á þessari öld? Því verður ekki neitað, að vjer höfum átt nokkra ágæta prjedikara á liðnum t-ma, sem með hita, fjöri og krapti trúarinnar fluttu náðarboðskap- inn af prjedikunarstólnum, en annars mun óhætt að scgja, að það hafi þó fremur verið hið gagnstæða, hitaleysið, fjörleysið og krapt- leysið, scm telja megi einkcnni hinnar íslcnzku prjedikunar yfirleitt. Það er kunnugt öllum þeim, sem eitthvað þekkja til hins andlega lífs þjóðar vorrar á þessari öld, að lengi fram eptir öldinni lá Við- eyjar-skynsemskan scm farg á sálum flestra vorra ísl. kennimanna. Hin íslenzka prjedikun var gegnsýrð af anda „Aldamótabólcarinn- ar“, sem sungið var á i kirkjunum, dygðin og skyldan sat í kór,

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.