Verði ljós - 01.02.1897, Qupperneq 2

Verði ljós - 01.02.1897, Qupperneq 2
18 Hinn rjetti skattpeningur. Eptir sjera Stefán M. Jónsson á. Auðkúlu. „(íjaklið þá keisaranum, kva8 keisaians er og guði, livaö guðs er“ (Matt. 22, 21). „Gjaldið koisaranum, hvað keisarans er og guði, hvað guðs er“. Þetta er eiginlega öll löggjöf guðs í tveim málsgreinum. Orðin ná yflr allar siðferðilegar og kristilogar skyldur mannsins, ef eigi er kreistur úr þeim andinn. Það má því segja um þetta lögmál kristindómsins, að það sje „stjórnarskrá“ fyrir hinn kristna heim. 1 því er einnig fólgið þétta: „elska skaltu guð þinn af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan þig“. En það má líka kalla þetta boð „skattalöggjöf guðs“, og þá förum vjer að skilja, hvers vegna það svo opt er brotið eða því er hlýtt með tregðu. Því er eins varið með þessi skattalög kristindómsins, éins og öll skattalög hins borgaraléga fjelags, að engum lögum er hlýtt með meiri tregðu og engin lög undirorpin meiri undanbrögðum. Ástæðan er eigingirni mannsins. Það er algengur löstur meðal mannanna, að vera skuld- seigur, eigi einungis við bræður sína og viðskiptamenn í hinu borgaralega fjelagi, heldur einnig, og ekki sízt, við guð. Menn tíma ekki að sjá af skattpeningnum; hann heflr þau töfrandi áhrif á handhafa sinn, að menn eigi sjaldan vcrða blindir fyrir skyld- um sínum við aðra; og þó menn láti hann af hendi, lætur margur hann sárnauðugur. Af þessu er það, að fjöldi manna skoðar öll skattalög ranglát og af þessu er það, að margir eru skyldugri en þeir þyrftu að vera. Það er af ofmikilli fastheldni á skattpen- ingnum eða af því honum er verzlað ranglega og til ógagns. Lífið leggur oss ótal skyldur á herðar; vjer erum gjaldþegnar lífsins, uppfylling skyldnanna er skattpeningur hvers eins og sá skattpen- ingur er einnig gildur gjaldeyrir til guðs. Lífsreikningurinn, við- skiftareikningurinn við keisarann, er ekki staðfestur fyr en guð, konungur konunganna, drottinn drotnanna hefir skrifað undir hann. Ef þegnskyldan er í rjettu horfi og gjaldgreiðslan til lífs- ins, til keisarans, til hins borgaralcga fjelags, til kristinnar kirkju, til fósturjarðarinnar, til heimilisins, konu, barna, hjúa o. s. frv., þá er einnig skattgreiðslan til guðs í svo rjettu horfi, sem þú ófull- kominn og breyskur maður getur æskt þjer. Því að guð er yfir lífinu og í lífinu; varastu að aðskilja lífið frá guði eða flæma guð burt úr því, sem því óviðkomandi. Það er eiginlega sami skatt- peningurinn, sem á að gilda hjá keisaranum og hjá guði, og á

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.