Verði ljós - 01.02.1897, Qupperneq 3
19
honum á að standa eigi aðeins mynd og nafn keisarans heldur
einnig guðs.
Þetta, að vjer erum svo tregir til að láta af hendi skattpen-
inginn bæði við guð og menn, að vjer erum svo tregir til að upp-
fylla skyldur vorar, heíir steypt oss í skuldirnar, sem oss veitist
svo erfitt að lúka. Keisarinn eða þjóðfjelagið þekkir enga uppgjöf
á skuld vorri. Þegar oss þrýtur hið áskilda gjald til keisarans,
erum vjer hneptir í myrkvastofu, refsivöndur hinna borgaralegu
laga er látinn dynja á oss, þar til vjer borgnm hvern pening, ann-
aðhvort með uppfylling hinnar vanræktu skyldu eða með blóði
voru eða æru og mannorði voru. Það er engin skuld svo lítil
ógoldin keisaranum, að hann krefji hcnnar ekki, og ef ei er goldið
þá hegnir hann. En svo er ekki heldur nein skuld svo stór, að
hann taki ekki hegninguna, sem lög hans ákveða, gilda upp í hana.
Jeg get afplánað við hann hinn hryllilegasta glæp, ef jeg sel mig
undir öxina, læt hneppa mig í fangélsi, afhendi honum æru mína,
læt pinta mig eða ef jeg hefi peninga. Alt er þetta gjaldgengur
varningur mjer til skuldalúkningar, ef jeg ekki hefi goldið keis-
aranum hinn fyrst áskilda skattpening. Gagnvart honum verð
jeg því eiginlega aldrei gjaldþrota, jeg get altaf staðið í skilum
við hann, þó jeg áður hafi brotið öll boð hans og traðkað allar
skyldur. Þó jeg hafi misboðið honum eða svívirt hann, þá er hann
bættur allra þeirra meina, helgi hans er borgið, reiði hans er sefuð,
rjettvísi hans er fullnægt, ef jeg sjálfur læt misbjóða mjer, svipta
mig frelsi, æru og íje, ef jeg þoli kvalir fyrir aíbrot mín eða van-
rækslu. Jeg þarf því aldrei að láta hann eiga neitt hjá mjer;
hann getur ávalt fengið uppbót eða fullnæging fyrir skattpening-
inn. Já, hvað meira er! þegar jeg hefi iokið skuld minni við hann,
þcgar jeg hefi tekið út hegninguna, á jeg, ef jeg held lífinu,
heimtingu á, að hann varðveiti mig og verndi með valdi sínu, sem
vandaðan, trúan og skílvísan þegn ríkis síns, þangað til jeg gjöri
aptur einhverja skömm af mjer, að hann láti mig njóta allra rjett-
inda til móts við samþegna mína, því hið gamla er afmáð, alt er
orðið nýtt. Hann sjer ekki annað. Hann varðar ekki um iðrun,
hvort jeg hefi ásett mjer að brjóta ekki framar eða hvort jeg í
insta eðli mínu er sami þrjóturinn og jeg var, nei, og hann spyr
ekki einu sinni að því. Slíkur skattpeningur er ekki í veltu í
hans ríki. Og þó, — þó er það hugsun og andi allra hegningar-
laga að bæta inanninn, gjöra hann í raun rjettri betri. Er ekki
eitthvað öfugt í öllu þessu fyrirkomulagi ? Er guðs mynd og