Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 4

Verði ljós - 01.02.1897, Blaðsíða 4
20 nafn einnig á þessum keisaralega skattpeningi ? E>að get jeg ékki sjeð. Öll brot mín við keisarann eru einnig brot við gnð. En mun jeg hreinn frammi íyrir guði, þótt jeg hafi setið nokkur ár í óbóta- mannahúsi, þó jeg hafi lagt mannorð mitt í sölurnar, þó jeg hafi selt fram aleigu mína, ef hjarta mitt og minn innri maður er iðrunarlaus og jafn forhertur? Nei, betrað hjarta og hugarfar, það er hans skattpeningur. Hann vill ekki dauða syndugs manns, heldur að hann snúi sjer og lifi (sbr. Esek. 33,11). Þá fyrst, er mann- fjelagsskipunin er orðin svo fullkomin, að hinn sári refsivöndur laganna er ekki lengur til, þá fyrst, er lögin um afbrot eru hætt að vekja þrælsótta, hræðslu og skömm, þá fyrst, er betrunar- húsin bera nafn með rentu þannig, að þau betra hugarfarið svo afbrot og glæpir kvikni þar ekki, en hætta hinni líkamlegu ánauð, þá fyrst getum vjer vænzt að sjá hinn sama skattpening með mynd og nafni guðs og keisarans, gildandi hjá báðum. Og að því hlýtur lífið að stefna, þá íýrst höldum vjer í áttina til guðs, þá er lífið á leið til að renna saman við eilifðina. Vor kirkjulegu mein og orsakir þeirra- Bptir Bjora Jón Helgason. II. (Framh.) Þá er að minnast á annan aðalþáttinn í starfi prest- anna, sem sje ungmenuafræðsluna. Allir munu sjá, hvílíka þýðingu þetta starf prestsins getur haft og hve áríðandi það er í alla staði, að það sje vandað sem bezt, enda skal það sagt ís- lenzkri alþýðu til lofs, að hún hefir þar verið einna ströngust í kröfum sínum til prestanna. Góð barnafræðsla hjá presti hefir hjá alþýðunni optlega orðið til þess að hylja „fjöld syndanna“ í fari prestsins, hvort heldur er í kirkju eða utan. Það er enn í dag ekki sjaldgæft, að heyra alþýðumenn dæma um prestinn sinn á þessa leið: „Við prestinn okkar líkar mjer bara vel. Hann er reyndar cnginn ræðumaður og þaðan af verri fyrir altarinu, en hann er hreint ágætur ungmennafræðari“. Og þeir eru engan veginn fáir meðal presta vorra, er hlotið hafa þennan dóm af al- þýðu, að þeir væru „ágætir ungmennafræðarar“. En hvort þeir, er þann dóm hafa hlotið, hafi í raun og veru átt hann skilið, það

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.