Verði ljós - 01.02.1897, Síða 6
22
aðalkjarni kristmdómsins og að sá einn er í sannleika kristinn,
sem fyrir trúna heíir tileinkað sjer hina guðdómlegu persónu hans
og þá friðþægingu og endurlausn, sem hann heíir oss afrckað.
Pessi íslenzka kristindómsfræðsla liðinna tíma, sem þannig, með
því að leggja aðaláherzluna á rangan stað, hefir látið það verða
útundan, sem er og verður aðalatriðið, hún heíir orðið til þess
að festa í brjóstum manna þá skoðun, að alt sje að síðustu undir
því komið, að maðurinn hegði sjer vel, (þ. e. eins og með sann-
girni verður krafizt af syndugum og hreyskum mönnum,) en að
hitt sje í sjálfu sjér harla þýðingarlítið, þegar öllu sje á botninn
hvolft, hvort hann trúi nokkru af því, sem guðs orð kennir eða
engu, þar eð hann sje ekki lakar kristinn fyrir það, — þessa
skoðun, sem hvervetna gægist fram hjer heima og lætur til sín
heyra á síðustu árum, bæði í ræðu og ritum
Loks er að minnast á þriðja höfuðatriðið i starfsemi prostsins,
nefnilega sálgæzluna, er ávalt hefir verið talin eitthvert hið
vandasamasta af störfum hans, en jafnframt einnig hið blessunar-
ríkasta ekki aðeins fyrir andlega heill safnaðarins heldur og
prestsins sjálfs. Sálgæzla prestins er í því fólgin, að hann lætur
sjer innilega ant um andlegan hag hvers einasta af sóknarbörnum
sínum, hvort sem þau eru gömul eða ung, rík eða fátæk, hraust
eða lasburða, hvort sem þau leita til guðs húss eða halda sig fjarri
því. Bngin sála í söfnuðinum má vera prestinum óviðkomandi,
því hann er ekki aðeinsprestursafnaðarheildarinnar, heldur og hvers
einstaklings í heildinni, hann má því ekki heldur láta sjer ant um
þá eina, sem leita til hans, heldur á hann einnig að láta sjer ant
um hina, sem ekki leita hans, sem afrækja prest, kirkju og náð-
armeðul. í hverjum söfnuði, hve lifandi sem hann er, eru ávalt
einhverjir, sem þannig eru gjörðir, hvort sem það nú er hrumleika
að kenna eða sjúkdómi eða tómlæti eða vantrú. Að láta alla þessa
menn afskiftalausa, er að vanrækja skyldu sína, því það er skylda
prestsins að leita að þeim, sem ekki vilja koma til hans. Eins og
frelsarinn forðum sagði við lærisveina sína: „Farið út og gjörið
allar þjóðir að lærisveinum mínum“, - þannig segir hann á öll-
um tímum við þá menn, er eiga að halda starfi þeirra áfram í
heiminum, prestana, hvern í sínum verkahring: Farið út og gjörið
hvern einasta safnaðarlim að sönnum lærisveini mínnm; farið út
og leitið að hinum hrumu og veiku, sem ekki geta komið; farið
út og leitið að hinum ístöðulitlu, sem ekki þora að koma; farið
út og leitið að hinum þverbrotnu og kærulausu, sem ekki vilja