Verði ljós - 01.02.1897, Qupperneq 11

Verði ljós - 01.02.1897, Qupperneq 11
27 að því á meðal vor, að fá bræður vora til þess að snúa bakinu við þeirri kirkju, sem ól oss við barm sjer frá fyrstu æsku. Hvor- ug þessi stefnan mun hafa unnið sér marga áhangcndur hjer á liðnu ári, að minsta kosti hefir það, hvað ltaþ. missiónina snertir, ekki spurzt, að nokkur hafi látið snúast. Þar á móti kvað „hern- um“ hafa orðið nokkuð ágengt hjer í höfuðstaðnum, — og víst er um það, að íbúar höfuðstaðarins, margir hverjir, eru enn ckki orðn- ir þreyttir á að gjöra óspektir í „kastalanum". En hvað sem annars starfsemi hersins viðvíkur, (som svo mikið orð hefir verið af gjört af einstöku málsmetandi mönnum), þá virðist það ekki bera mikinn vott kristilegs þroska, er menn snúa bakinu við kirkju sinni til þess að „ganga í horinn“; því vjer getum ckki annað en álitið, að þeir menn hafi snúið bakinu við kirkju sinni, sem gjörast með- limir trúarfjelags, er metur náðarmeðul vorrar evangelisk-lútersku kirkju þýðingarlaus fyrir kristna menn. — Hin garnla uppörvun Hebreabrjefsins ætti oss sízt úr minni að líða, enda þótt hún sje ekki í samræmi við skoðanir margra nútíðarmanna; látum oss því einnig hafa hana í huga á þessu nýbyrjaða ári: „Yfirgefum ckki vorn söfnuð, sem sumra er siður, heldur uppörvum hann“ (Hebr. 10, 25) — uppörvum hann, til þess að láta ekki afvega leiðast af ýmis- legum og annarlegum lærdómum, heldur styðjast við náðina, haf- andi það hugfast, að Jesús Kristur er í gær og í dag, já að eilífu einn og hinn sami (Hebr. 13, 8). — Kirkja íslands átti á liðnu ári á bak að sjá nokkrum starfs- manna sinna, eins, sem fyrir nokkru var hættur að starfa, en þriggja, sem enn stóðu í þjónustu hennar. Meðal hinna síðartöldu mun lengst verða minzt prófastsins í Árnesþingi, sjera Sæmuudar Jónssonar, án efa eins hins prúðasta méðal prestastjcttar vorrar á síðari tímum. Iiann ljet ekki mikið á sjer bera í lífinu fyrir utan sitt eiginlega starfsvæði, en hann starfaði á sama blettinum meira en mannsaldur með lifandi kærleika til kirkju sinnar og safnaðar, og með stakri skyldurækni í allri embættisfærslu. Góðum manni var og á bak að sjá þar sem var sóknarpresturinn í Sauðlauksdal, sjera Jónas Björnsson, þótt ekki væri hann eins kunnur um land alt eða hefði starfað eins lengi í kirkjunnar þjónustu; því allir, sem til hans þektu, bera honum þann vitnisburð, að hann hafi verið hinn mesti siðprýðismaður og stjett sinni til sóma, hvar sem hann kom fram, hvort heldur var í kirkju eða utan. J. H.

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.