Verði ljós - 01.01.1902, Blaðsíða 8
4
og vera kærleikurimi og miskuunsemin, er stendur við stýrið? Er
það ekki miklu fremur lygin og rauglætið, sem ofau á. verður, og sér-
plægnin og ilskan, sem stjórnar? Erum vér á fullkomnunar-leið ? Fer
ekki öllu sífelt aftur? Erum vér ekki miklu fremur á leiðinni t.il glöt-
unar og gjöreyðingar? Lítið á það sem við ber á jörðuuni — öll hin
ógurlegu myrkraverk! Lítið á hvernig lífið er — alla hina óumræði-
legu eymd!
Það er satt, hið ilia er hér og vald þess mikið, og hvar sem það
nær til veldur það ueyð og dauða. Jesús frá Nazaret er engan veginn
sá konungur á jörðunni, að hann ekki þurfi að berjast fyrir ríki sínu.
Hér er barátta og stríð. Jesús og Satau, gott og ilt, ljós og myrkur,
líf og dauði eiga alstaðar í baráttu, á öllum svæðum lífsius, í öllum
löndum, á öllum heimilum, f öllum hjörtum. Og sigurinn í baráttunni
er engau veginn ávalt Jesú megin. Víða biður hann ósigur, oftsinnis
voðalegan ósigur, sem verður til þess, að lygi og myrkur og eymd og
neyð ná yfirráðum hjá fjölda manna, á stórum svæðum, um löng tímabil.
En að öllu samtöldu verður þó Jesús frá Nazaret yfirsterkari. Langa-
frjádag og páskamorgun beið Satan hinn mikla ósigur f orustunni á
Golgata og hefir ekki náð sér upp frá því. Reyndar hefir hann af
öllum mætti barist síðan til þess að ná yfirráðum að nýju, en árangurs-
laust. Jesús bægir honum sífelt burtu aftur—hægt og hægt að sönuu,
og stundum eitir marga ósigra, en þó ávalt þannig, að Satan verður að
víkja um síðir.
Manukynssagan er saga- framfaranna. Að öllu samtöldu er manu-
kynið á sífeldu framfaraskeiði; því fer fram í sannleika, f réttlæti, í
kærleika og miskunnsemi, i aðal andans og mannúð i lífinu. Óhrjá-
leikinn og dýrshátturinn, ranglætið og kúgunin, neyðin og eymdin fer
sifelt minkandi. Ef vór sjáum þetta ekki, orsakast það af því, að vér
höfum sífelt næmari tilfinningu fyrir þeim meinum, sem vór þjáumst af,
en fyrir þeim, sem vér höfuin öðtast lækningu á. Til hinna síðarnefndu
finnum vér alls ekki; vér höfum að eins endurminningu um þau, sem
sífelt verður óljósari. Við þetta bætist ef til vitl eiunig það, að oss
skilst það ekki, vegna rangrar kristindómsskoðunar, að framfarir í
sannri mannúð eru einnig framfarir fyrir guðs ríki. Svo er þvi þó
varið, svo sannarlega sem maðurinn er skapaður í guðs mynd.
Þannig er það þá sannleikurinn, þrátt fyrir alt hið illa j hoiminum
og alla eymdina, sem ríkir þar, að Jesús frá Nazaret er konungur
tímanna.
Gakk því hughraustur inn yfir áramóta-þröskuldinn, þú söfnuður
Jesú Krists. Ef til vill áttu fyrir Jiöndum erfiða daga og þungbæra.
Ef til vill flytur árið þér breytingar, sem þér veitir erfitt að sætta þig
við, og baráttu, sem þér verður torvelt að viuua sigur í. Ef til vill
bíða þíu ósigrar, sem skelíá þig og setja þér ldnnroða. En hræðstu