Verði ljós - 01.01.1902, Blaðsíða 15

Verði ljós - 01.01.1902, Blaðsíða 15
11 um, til að fullvissast um, hvort uytsemdin af því eða því fyrirtæki só veruleg og megi verða kirkju og þjóð til. uppbyggingar. Það voru þeir tímar, að flest ef ekki öll umræðuefni, sem þjóðina varðaði, láu að miklu leyti í þagnargildi. A síðari tímum hefir mikil hreyting orðið á þessu. ATú eru orð til allra hluta, sem þjóðiua varðar, þegar um tímanlega hagsmuni og velgengni hennar er að ræða, þótt vér verðum því miður að segja, að margt af þessu séu tóm orð og ekkert annað, jafnvel afvegaleiðandi og skaðvænleg orð. — Orð eru það þó engu að síður. Eu fullyrða má þó eiunig, að alt of lltið só talað og rætt um það, sem hverjum einstakling og þjóðinni í heild siuni má til audlegs gróða og ávaxtar verða. JÞað er því miður enn svo fjarri vorum tímum að byggja á því sem gruudvelli lífsins að leita fyrst guðsríkis. Hitt verð- ui' miklu uær hugsunarhættinum, að strika guðsn'ki út í þessu sam- handi og skoða það sem áhrifalaust á velgengni þjóðarinnar. Vel veit eg það, að euginn prestur landsins muui geta aðhylst þessa skoðuu. AJlir munu þeir pródika hið gagnstæða og segja: „Eyrst guðsríki o. s. frv“. En mér er nær að halda, að vér getum prédikað það lengi, gott ef ekki til dómsdags, án þess verulegur árangur sjáist af. — Euu í dag má svo að orði kveða, að dauðaþögn sé um flest andleg efui, um sáluhjálparefni vor mannanna, um kristindóminn, utau kirkju. — Hvorki á heimilunum nó i söfuuðunum liafa menu þess kouar að umtals- efni. Þegar nú þjóðin á annað horð er farin að ræða um síuar timan- legu þarfir, þá hæri heuni eigi síður að ræða um hinar audlegu þarfir sínar. Eflaust er það skylda vor prestauna að stuðla að því með öllu móti, og á margan hátt mundum vér eflaust geta það betur en vór uú gjör- um. En og ætla þó eiuungis að henda á eitt ráð, eina aðferð, sem er í'eynd' og gild tekiu víða um heim, og vel hefir gefist. Kristindómsráðið, sem eg lít hór til, er trúmálafundirnir. Vér Islendingar höfum vist livergi eins greinilega skýrslu um þá eins og í „Sameiningunni11, múnaðarriti hins evangelisk-lúterska kirkju- félags i Vesturheimi, sem þór munuð allir hafa séð og lesið. Tii funda þessara er þanuig stofnað, að prestarnir, fleiri eða færri, koma sór saman um að hittast á ákveðnum stað og degi til að ræða um eitthvert fyrirfram ákveðið kristindómsmál í einhverri safnaðarkirkju. Fundurinn er auglýstur fyrir fram í söfnuðinum, og öHum boðið til fundarhaldsins. Því aðalatriðið er að fá sem flesta safnaðarmeðlimi til að taka þátt í umræðunum, svo málið, sem til umræðu er, skýrist sem hezt, og verði að sannarlegu áhugamáli, hæði prestanua og safnaðar- moðlimanna. Til er ætlað að eiuhver presturinu innleiði málið til um- ræðu. Pundurinn er byjjaður og eudaður með hæu og sálmasöng. -

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.