Verði ljós - 01.01.1902, Blaðsíða 16

Verði ljós - 01.01.1902, Blaðsíða 16
12 Næsta dag stofna svo prestarnir til fundar á öðrum ákveðnum stað al- veg á sama liátt, og svo kvern fuudiun af öðrum á þvi svæði, sem fyrir- fram er ákveðið. Hentugast mundi vera hjá oss að binda þessa fundi við prófasts- dæmin. Prestar í hverju prófastsdæmi ættu að koma sór samau t. a m. á héraðsfundi, eða öðrum almennum prestafundi, um það, hvernig og hvenær fundi þessa skyldi halda, hve margir og hvaða prestar skyldu sækja hvern fund, hvert umræðuefnið skyldi vera, og sjá um, að allir fundirnir yrðu auglýstir fyrirfram. Um þetta þyrfti ekki að setja nein- ar almennar reglur, því hér yrði að fara eftir því, sem við ætti á hverj- um stað fyrir sig. Eg þykist vita að margt só við þctta að athuga, og við marga erf- iðleika að berjast áður en til framkvæmdannar kemur. Eg þykist vita að margt megi finua, sem talar á móti því að ráðast i svona lagað fyr- irtæki, en hitt er eg líka jafn sannfæður um, að miklu fleira mælir með en móti, og að prestastótt landsins mundi með því stíga stórt spor til verulegra audlegra framfara og kristindóinsefiingar. í>ó er sjálfsagt að grenslast eftir og fyrst af öllu leggja fyrir sig spurninguna: Er það mögulegt? Er það mögulegt fyrir oss íslenzku prestana að fá þessu framgeugt hór? Má ætlast til hins sama af oss sem bræðrum vorum út ura liinn kristna heim, sem iifa mitt í heimsmenningunni og hafa þar að auki ólíkt betri kjörum að sæta en vér, sem margir hverjir eiga fullerfitt með að klæða og fæða sig og sína? Látum oss þá aðgæta þetta. Höfum vér tíma og*efni á því? Setjum að hver prestur á trúmálasvæðinu yrði að vera 5—6 daga að heiman. Svo yrði hann að hesta sig og leggja sér til einhvern lít- inn farareyri, segjum krónu á dag. Ekki verður því neitað að vísu, að báglega eru margir af oss staddir, en hvað flesta, ef ekki alla presta snertir, ætti þetta ekki að vera ómögulegt. Og en þá síður óframkvæmanlegt ætti þetta að vera fyrir safnaðar- moðlimina, þar sem ekki væri að gjöra nema um eins dags verkfall fyrir hvern þeirra. Það væri ekki meira viunutjón en að sitja brúð- kaup vinar síns á virkum degi, eða fylgja honum til grafar, og hefir aldrei heyrst að menn gæfu sér ekki tíma til slíkra hlut.a. En það er önnur spurning, sem enn meira er um 'vei*ð: Hvað er unnið við þetta? Hvað græðum vér við þessi fundarhöld? Þessu verður að vísu ekki fullkomlega svarað fyr en með reynslunni. En mikil líkindi eru til, að gróðinn yrði ekki svo litill. Með þessum fundarhöldum væri að minsta kosti gjörð tilraun til að ráða bót á því, sem vorn kristindóm vantar mest af öllu, og það er samtal, sam- ræður um audleg efni milli prestanna og safnaðanna. í kirkjunni hefir presturinn einn orðið, í ræðu sinni, Honum er

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.