Verði ljós - 01.01.1902, Blaðsíða 12

Verði ljós - 01.01.1902, Blaðsíða 12
8 sern hún er, verður hún frnmreglulaus höltrun og því óskynsamleg guðs- dýrkun. — Enhvernigerhiðhreinaguðleysi? Eigum vér í leitun vorri eftir skynsamlegri guðsdýrkun að enda þar? Ætli liin skynsamlegasta guðs- dýrkuu væriþað að hafa alls enga guðsdýrkun, eins og ég hefi einhverju sinni heyrt haldið fram? Eg játa, að vitundarfult guðleysi er að vissu leyti heillegt sjónar- mið, en einungis að vissu leyti. Því þegar öllu er á botninn hvolít, þú er það manninum ómögulegt að vera án einhvers guðs. Það sem mað- urinn elskar mest og hann í raun og veru gefur lif sitt út fyrir, það er guð hans. Þetta hefir verið oft sagt og verður eigi ósannara fyrir þvi. Guðleysingjarnir hafa líka guð. Annaðhvort er gullkálfurinn guð þeirra eða þeir hafa magann fyrir sinn guð. Eða ef Uf þeirra er lýtalaust liið ytra, og það er líí'erni margra guðsafneitara, þá gjöra þeir sjálfa sig að guði sínum. Beinlínis lýtaleysi þeirra eða þeirra holdlega skyn- semi ellegar þá sjálfstæðistilfinning þeirra verður guð fyrir þá. Á einn eða annan hátt dýrka þeir skepnuua i stað skaparans, en er það í sanuleika skynsamleg guðsdýrkuu? Eg held því fari fjarri. — En vér skulum nú snöggvast fallast á þá skoðun, að guðleysingj- arnir hafi engan guð í sérhverri merkingu sem það er tekið, en er þá vísvitandi guðleysi liin skynsamlegasta guðsdýrkuu? Vór inegum eigi gleyma því, að sá sem er án guðs er einuig án friðar. Því hefi ég eng- an heiðarlegan guðleysiugja heyrt neita i alvöru. Eg man einu sinni eftir að maður kom til min í þoim erindum, að sonur hans yrði fermd- ur. Hann lét mig fljótt skilja, að hann sjálfur væri íjarlægur trúnni á Jesúm Krist og léti sér á sama standa um það alt saman. Þegar hanu um stund hafði útmálað það, að guð gæti engan veginn verið kærleikur, og fullyrti, að sér væri alveg sama um alt þetta trúarmál, þá lagði hauu seinast hönd sína á ritninguna á borðinu og sagði: „Það er eigi eitt orð satt í henni allri“. „Vissulega eitt“, svaraði óg. „Það er eitt orð í ritninguuni sem jafnvel þór muuuð fallast á að sé satt. Ef ég nú riefni það fyrir yður, viljið þér þá sein ærlegur maður segja mér hvort þér liafið eigi sjálfur reynt, að það er sannleikur". Hann lofaði því fúslega. Eg fletti upp í Jesajas 57,21 og las: „Ó- guðlegir hafa engan frið, segir guð minn“. „Erþetta ekki satt? spurði ég. (Munið þér nú, að-þór lofuðuð að svara hrei u skilnislega11. Haðurinn varð hikandi og fölur og sagðiloks: „Það er satt, hræði- lega satt“. Ég hélt áfram og sagði, að lýrst ritningin færi með sann- indi, þegar hún segði, að óguðlegir hafi engan frið, þá tali húu vafa- laust einnig sannleik, þegar húu fullyrðir, að í trúnni á Jesúm Krist só friður, sem æðri er öllum skilningi. Eu hér í þessu samhandi nægir

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.