Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 3
VERÐI LJÓS!
179
Hga traust höfuðeinkenni guðssambandsins. En þetta eigum vér
að þakka fœðingu Jesú í heiminn. Með fæðingu Jesú hefir guð
°pinberað sig heiminum sem miskunnsaman og gæzkuríkan fóður,
er af elsku til sekra manna vinnur það til, að láta son sinn ein-
getinn fæðast í heiminn, til þess að létta af hjörtum þeirra byrð-
um syndar og sektar og koma þeim í barnasamfélag við sig fyrir
h'una. Með fæðingu Jesú er grundvallað nýtt samfélag við guð,
samfélag, er byggist ekki á ótta fyrir guði, heldur á innilegri elsku
°g barnslegu trausti. Þess vegna byrjar hin fyrsta jólaprédikun,
sem flutt hefir verið á þessari jörð tneð ávarpinu: „Ottist ekki!“
guð er þér náðugur, hann’vill gera þig að barni sínu, því að hann
elskar ]>ig! Fyrir fæðingu Jesú vitum vér, að himneskt föðurauga
hilt miskunnar og mildi, horfir niður yfir mannanna börn, og í
þessu föðurauga getur bver sá, er réttilega hefir komið auga á það,
lesið þessi dásamlegu orð: Óttastu ekki! ég hefi elskað þig og
elska þig enn.
Já, hann elskar oss enn! Kærleiki guðs til mannanna hefir
ekki minkað eftir því sem aldirnar liðu. Enn í dag flytur jóla-evan-
gelíið öllum syndþjáðum sálum hið dýrðlega ávarp sitt: Óttist
ekki! Enn í dag segir það oss frá ntildi guðs og miskunn, er
ekki vill dauða syndugs mahns, heldur að hann snúi sér og lifi.
Eon í dag er oss hjálpræði hans til boða í syninum Jesú Kristi;
enn í dag býður bann oss að safnast kringum Betlehemsjötuna,
hl þess þar að þiggja af hendi sér þá jólagjöfina, sem ein hefir
eilíft gildi, af því að hún flytur oss eilífan frið, eilífa huggun og
eilífa sælu, — af því að hún ein getur tekið ótta og angist syndar-
°g sektarmeðvitundarinnar úr mannshjartanu og ritað á lífshimin
v°rn: Óttist eigi! þvi að syndin er afmáð og sektin greidd.
En það er fleira en syndin, sem gerir myrkt yfir mannshjart-
anu. Vér eigum ekki einasta í baráttu við hrelling syndar og
sektar, heldur eiunig í haráttu við hrelling m ó 11 æ t i s og m æ ð u.
Mótlœti og mæða hefir verið hlutskifti mannanna eins lengi og
nienn hafa á jörðunni lifað, alt frá þeirri stundu er syndin kom
nni i heiminn. Við þetta hljóta allir að kannast, eins þeir sem
leita vilja orsakanna lil þessa í alt öðru en vér kristnir menn leit-
u,n þcirra. Og svo mikinn ótta sem syndarmeðvitundin býr mönn-
nnuni, þá cr óttinn fyrir inótlætinu og mæðunni enn þá almennari
'neðal þeirra. En eins og hrelling syndarinnar er með fæðingu
Jesú burtu tekin fyrir sérhvern þann er trúir, þannig er því og