Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 5

Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 5
VERÐI LJÓS! 181 ekki“. Því að sami frelsarinn, sem brotið heíir af oss ánauðar- hlekki syndarinnar og frelsað oss frá henni, hannfrelsar oss einnig frá afleiðingum syndarinnar, dauðanum, svo að vér getum kvíða- laust horft fram á veg allrar veraldar, ef vér trúum á hann. ftg ætti nokluið að geta til fulls opnað augu vor fyrir dýrð og liá- tign fagnaðarerindis Jesú, ]>ú er jiað petta, hvernig ]iað eitt fær numið burtu hrellingu dauðans fyrir sérhvern þann sem trúir; ]>ví að af öllu, sem óttalegt er í mannlífmu, er dauðinn óttalegastur og hryllilegastur, ekki að eins fyrir þær þjáningar, sem oft eru und- anfari hans, og ekki heldur aðeins fyrir það, að liann kippir mönn- nnum burt frá gleði lifsins og nautnum, heldur umfram alt fyrir l'að, að af öllum mótsögnum mannlífsins, er dauðinn mótsögnin 'nesta og átakanlegasta. Þvi að maðurinn )>er í brjósti sér ó- dauðleikaþrá og ódauðleikatilfinningu; hjarta hans vitnar það með honum, að hpnn hljóti að vera ákvarðaður til lengra lífs en ]iess. er takmarkast af viiggu og gröf, og svo kemur dauðinn og virðist draga dár að allri ódauðleikaþrá og ódauðleikatilfinningu og gera hlægilegar allaródauðleikavonir. Það er eiginlega ekki furða, þótt hinn heiðni heimur stæði bæði undrandi og óttasleginn gagnvart annari ehis gátu. En með fæðingu sinni í heiminn hefir frelsarinn leyst ]>essa gátu, því að hann kom í heiminn lil þess að leiða í ljós líf- >ð og ódauðleikann. Síðan frelsarinn Jesús Kristur kom í heiminn, gota allir þeir, sem á liann trúa, lesið orðin: Ottist ekki! yfir dauðans dyrum. Því að hvað merkir fæðing Jesú í þennan heim? Hún merkir eigi að eins það, að guðs náð er opinberuð mönnunum, heldur merkir bún einnig, að guðs náðarhiminn er opnaður öllum mönnum, sem fyrir trúna vilja komast þar inn. Með fæðingu Jesú er oss mönnunum opnað himinhlið til inngöngu í náðar-og dýrðar- himin guðs, þegar æfileið vor er á enda hér niðri. En ]iá er um leið hrelling dauðans burtu tekin, dauðinn breyttur í ljóssengils-líki, er kemur að vilja drottins lil þess að flytja oss inn lil sælla og hetra lífs, inn til fagnaðar og gleði guðs barna, inn til binnar hininesku jólagleði, er aldrei tekur enda, inn til fullkominnar hlut- lölcu i hinni himnesku jólagjöf, hinu eilífa lífi íneð guðs heilögu °g útvöldu á himnum. Fæðing frelsarans i heiminn eigum vér ]>að hvorttveggja að hakka, að vér getum óhultir lifað og óhræddir dáið, því að hver- ýetna blasir við oss bið guðdómlega huggunarorð frá Betlchem: Ottist ekki! og tekur burtu það sem hrellir og hræðir, livort lield- Ur er við synd og sekt eða mótlæti og mæða eða dauða og dóm, —

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.