Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 12

Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 12
188 VEUÐI LJÓS! Á þinum efri árum var það „saga", er allan tók þig, maDnkynssngan öll. Já, það var saga’ og fræði fyrri tíðar, er fremst þú unnir bæði fyr og síðar. Og svo er einnig systir hennar „tungan“, er sífelt var þér lijartanlega kær. Hún hefir eiuatt létt þér lífsins þungann og leitt þig sér við hönd hin fagra mær. Hún gjöra mun þig alla daga ungan, þótt eldist þú, og jafnvel herist fjær. Þið sagna-fræðin færðuð hæði’ í letur, og fáum inuu það liafa tekist betur. Þú liorfir yfir lötigu liðnar tíðir, þar ljós og skuggar margoft skijitust á. Þar voru margir bjartir dagar blíðir, þó byrgði stundum sólu þokan grá. En aliir dagar eiga kveld um siðir, og altsaman er þetta liðið hjá. „Þá hugsar þú til hiuna fyrri daga, þeir horfnir eru burt sem liðin saga“. Með „eldi“ fyr þig eitt sinn drottinu leiddi sem Israel, sinu kæra, forna lýð; hann einnig „ský“ á brautir þínar breiddi til bendingar sein áður fyr á tíð. En síðar hann því öllu sainau eyddi, og eyðimörkin varð að grænni hlíð. Af hlíðar brúu þú horfir niðri’ í dalinn, og liorfir ujip í bjarta dýrðar-salinn. Þótt daprist sjón, þú sér uú glögt í anda ]iað sælu-Jaud, er hinum megin er. Til þeirra björtu, fögru furðu-stranda þig fýsir lieiru, er brosa hýrt við þór. Þar fortíð, nútíð, framtíð allar standa, til fulls þar verður sagan opinber. Þú sagnavinur, sagan mun þig goyma, í sögu lífsins bókar átt þú heima. ^Vaídvmax cBt-iem.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.