Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 8

Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 8
184 VERÐI LJOS! Með söguritan sinui hefir hann sérstaklega áunnið sér hylli al- mennings. Haun hefir gert meira að því, en nokkur maður annar hér á landi, að fræða landsmenn í þeirri grein. Og hann hefir kunnað þá list að rita svo, að alþjóð mauna hefir hæði gagn og gaman af. Ágrip mannkynssögunnar, sem nú um langa hríð hefir verið notað í öllum al- þýðuskólum á íslandi, er gott dæmi þess. Það er ekki á allra valdi að geta gert slíka bók skemtilega, þar sem koma verður jafnmiklu efni fyrir á svo fáum blaðsiðum. P. M. hefir haft einkar glögt auga fyrir Páll Molsteð (4 soxtugs aldri). \ öllu hugnæmu. Þetta kemur auðvitað enn betur fram í hinni stóru veraldarsögu hans. Sú bók hefir að vísu eigi verið notuð til kenslu; til þess er hún of löng, neina Norðurlandasagan, sem og oft hefir verið lesin í lærða skólanum og efstu bekkjum kvenuaskólans. En alltitt mun það hafa verið, að minsta kosti meðan P. M. var sjálfur kennari i sögu við lærða skólann, að lærisveinar skólans, þeir er yndi höfðu af sögunni, leituðu til bókar hans, til þess að fá þar hold og hlóð utan á þá beinagrind viðburðanna, er hinar útlendu kenslubækur á stundum höfðu að bjóða. Kenslubækur verða jaf'nan að vera sem styztar; en þeim kost fylgir sá galli, að þær verða oft þurar og strembnar. En ekkert er fjarlægara Páli Melsteð en að vera þur og strembiun. EDg-

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.