Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 14

Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 14
190 VERÐI LJÓS! yngri árum, lóttur og glaður í lund, en þó þéttur fyrir þegar því er að skifta. Sérstaklega er orð á því gert með hvílikri stillingu, þreki og karlmennsku liann hefir afhorið alt það mótlæti, sem honum hefir mætt í lifinu, enda liefir hann alla æfi verið innilega guðhrædd og trúuð sál. JÞrátt fyrir árin mörgu, sem hann nú ber á baki, er hauu enn furðu ern bæði andlega og likamlega; það sem helzt þjakar honum er kulvísi, einkum að vetrarlagi sem vonlegt er. En venjulega hefir hann flakkferð og er þá sístarfandi. Hann fylgist furðu vol með öllu því er gjörist í landiuu, les blöðin frá xipjjhafi til enda og er heitur framsóknarmaður í pólitískum efnúm. Myndin sem blaðið flytur, er tekin af honum fyrir 3—4 árum og er mjög lík. Verði ljós! leyfir sér að senda þessum heiðursverða öldungi alúðar- fylstu kveðjur sinar og óskar honum blessuuar Drottins og inndælla æfistunda það sem eftir er af kvöldi æfinnar. ||agný uppi og jagng niðri. Dyravörðurinn og fólkið hans bjó f kjallaranum; húseigandinn sjálf- ur og fólkið hans bjó, eins og vera ber, uppi yfir höfðinu á þeim í björtum og rúmgóðum herbergjum. Dyravörðurinn átti eina dóttur barna og húseigandi átti sömuleiðis eina dóttur, og þær hétu báðar Dagný. í því tilliti var enginn inunur á uppi og niðri. Og þó var mikill munur á, því að litla Dagný i kjallararum hafði aldrei á heilli sér tekið, en litlu Dagnýju, dóttur liðsforingjans hafði aldrei orðið misdægurt. Dagný niðri lá í rúminu síuu og þegar húu sneri höfði sínu út að glugganum, gat hún rótt að eins komið auga á ofurlitla ræinu af bláum himninum gegmun kjallaragluggaun. Dagný uppi réð yfir bæði himui og jörð, það er að skilja: húu gat livenær sem húti vildi farið innfyrir garðshliðið og þefað af blómunum og sungið með lævirkjunum, já kept við þá í söng. Dagný uppi og Dagný niðri, — það fer bezt á þvi, að vór nefnum þær svo, því að einhvern mun verðum vór að gjöra á þeim, — höfðu eiginlega aldrei átt nein mök saman, er orð só af gjörandi, því liðsfor- iiiginn og konan hans, sem annars voru mestu ljúfmenni og vildu öllum vel gjöra, þeim var ekki um það, að söngfuglinn þeirra litli kæmi í kjallaraloftið, svo óholt sem það er, og yrði kannske sjúkur. Öll af- skifti Dagnýjar uppi af nöfnu sitini í kjallaranum höfðu verið fólgin í því, að hún settist stundum á liækjum fyrir útan kjallaragluggann og kinkaði kolli til Dagnýjar niðri. En moira varð það ekki. En svo gjörðist það eitt haustið, að Daguý uppi lagðist sjúk.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.