Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 9

Verði ljós - 01.12.1902, Blaðsíða 9
185 ___________________________VERÐI LJÓS! inn maður er lægnari á það en liann, að „greiða úr flókunum“, svo að vér viðhöfum orð liaus sjálfs. Með sögnkenslu sinni hefir P. M. áunnið sér velvild og vin- átfcu allra sinna mörgu lærisveiua, þeirra manna meðal vor, er skólaveg- inn hafa farið. Um 24 ár var liann sögukennari við lærða skólann og er því mest allur embættismannnlýður þessa lands, þeirra er nú lifa, af hon- um fræddur. Vinsælli kennara en hanu var í skólauum getur ekki. Bar margt til þess. Pyrst og fremst það, að liann var mjög vel að sér í sögu og minnið alveg franvúrskarandi, því næst það, að honuin var sjálfum unun að því, að fræða aðra, en þá fyrst verður kenslan eðlileg, þegar kennarauum er jafnljúft að segja til sem lærisveiuinum að nema. Hér kom honutn að góðu haidi list sú, er liann kanu flestum mönnum betur, en það er að segja sinásögur og smellin tilsvör merkra manna og vel gefinna, bæði innleudra og útlendra. P. M. hefir alla daga verið fundvís á slikt og samhaldssamur um leið, því að smekkuriun hefir verið næmur og minnið óbrigðult. Sjálfur hefir hann og jafnan þótt fyndinn og er enn. Þá mun lærisveinum haus ekki hafa fundist minna til um ljúfmeusku hans og blítt viðmót. Margur unglingur hefir verið lftt framfærinn og fremur feiminn, er hann gekk inn i skólann; öllum slfkum þótti gott að falla í hendur Páls. Viðmót hans tók óttann burtu, og margur slfkur mun unnað hafa honuin frá þeirri stundu. Hann kunni að fara mjúkum höndum um uýgræðinginn, kunni að taka blíðlega harnslnndinni, sem kemur í fyrsta sinn úr hlýju foreldrahúsanna út i gustinn. Við kensluna heitti hann sjaldan hörðu; mildin og mannúðin hafa jafuan verið ríkastar i huga lians. Ljúf- menska Páls mun lengi uppi verða. Eu þótt P. M. gjörði sér sérstakt. far um að gjöra kensluna skeintilega, og tækist, það ágætlega, var hitt þó jafn einkennilegt, hví- Hk alvara fylgdi orðum hans. Hann var og er trúaður kristinn maður, og þetta kom oft fram í kenslustunduuum. Iðulega benti hann á for- sjón guðs og stjórn hans á heiminuin i sambandi við hiua meiri háttar viðhurði sögunnar. Þetta mun mörgum lærisveiui hans minnistætt, eigi sízt fyrir þá sök, að þess háttar ummæli heyrðust ekki oft í kenslustund- unurn; því að þeir hafa því iniður verið alt of fáir, kennararnir við skólann, er gert hafa sér far um að glæða trúartilfinuiuguna hjá læri- sveinunum og lotuiuguna fyrir skapara himins og jarðar. Einnig að þessu leyti hefir það verið blessun fyrir skólann — og þá um leið fyr- ir landið — að eiga P. M.; því það er meira varið 1 það en margur frjálshyggjumaður vorra tíma ætlar, að slík lotning festi rætur i lijörtum unglitiganna og haldist þar. Ef lotning fyrir hinum Hæsta nær eigi að gróa þar, þá reynist erfitt að rótfesta þar virðing og lotning fyrir mönnum og manna lögum. Pá]l Melsteð er nú, sem eðlilegt er, hættur að fást við alla kenslu

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.