Verði ljós - 01.02.1903, Blaðsíða 10
26
VERÐI LJÓS!
klerkar á Ítalíu hafa gengið inn í Valdensa-kirkjuna eða eins og hún
er kölluð þar „Chiesa evangelica11. Sömuleiðis er það eftirtektar-
vert, að fyrv. katólskur prestur dr. O’Coúnor gat skýrt frá því fyrir
nokkrum árum, í tímariti sínu „The converted Catholic", að á 16 árum
hefðu 40 katólskir prestar yfirgefið katólsku kirkjuna og verið teknir
upp í evangelisku kirkjuna af honuin. Hór má og vísa til hinnar
heimsfrægu bókar Charles’ Chiuiquy: „Katólskan afhjúpuð“ (sem Stor-
johann prestur hefir nýlega þýtt á dönsku), er sjmir hve mikil umbrot
eiga sór stað víða meðal katólskra klerka.
Þótt nú hreyfingar eins og þessar sóu alls ekki þýðingarlausar,
eru þær þó enn sem komið er ekki þess eðlis, að ákveðnar framtíðar-
vonir verði á þeim bygðar. Vér segjum framtfðarvonir, því að vér
prótestantar hljótum að lfta svo á, að framtíðin heyri oss til. Fyr eða
síðar mun katólska kirkjau annaðhvort hverfa inn í prótestantakirkjuna
eða verða svo gagnsýrð af evangeliskum siðbóta-meginreglum, að húu
getur haldið áfram að hafa sögulegt verkefni að leysa af hendi, við
hliðina á evangelisku kirkjudeildunum, meðal þeirra þjóða, sem hún
hefir drotnað yfir frá alda öðli. Sú katólska, sem ekkert hefir lært og
engu hefir gleymt, muu ekki geta til lengdar stemt stigu við hinum
tæru straumum menningarinnar, og hlýtur uin síðir að gefast upp fyrir
hiuum sjálfsögðustu kröfum hinnar trúarlegu meðvitundar. Bæði menn-
ingar- og trúar-meðvitund vor fullvissar oss um þetta.
Betri vonir mætti ef til vill byggja á hreyfingu þeirri f Austurríki,
sem kend er við einkunnarorðin, sem hún hefir valið sér: „Burt frá
Róm!“ Þessi hreyfing: „Burt frá Róm!“ hefir þegar náð mjög mikilli
útbreiðslu og orðið til þess, að menn hafa svo þúsundum skiftir sagt
skilið við rómversku kirkjuna í stórhópum. Um andlegt gildi hreyf-
ingarinnar er þó sem stendur mjög svo erfitt að gera sér ákveðnar
hugmyudir. Því verður ekki neitað, að hún kemur svo fyrir sjónir,
sein bæði pólitík og þjóðernisrígur eigi hér jafnframt hinu trúarlega
sterkan þátt f hreyfingunni, án þess vór þó viljum með því segja,
að hið trúarlega eigi miustan þátt í heuni. En til fulls verður ekki
um það dæmt, livers virði öll þessi lireyfing er, fyr en öldurnar liafa
aftur tekið að lægjast.
Það sem þar á móti á heimtingu á mestri athygli og, vér bætum
því við, hjartanlegri hluttekningu um allan heim mótmælenda, er hin
stórmerkilega hreyfing, sem byrjuð er innan katólsku prestastéttarinnar
áPrakklandi, sem ekki að eius þegar er orðin harla víðtæk, heldur virðist
eiunig geyma f sér vænlega mögulegleika með tilliti til ókomna tímans.
Það er engin furða, að þessi hreyfing, sem hér mun verða gerð grein fyrir
stuttlega, er frain komin einmitt á Prakklandi. Hún er í fullri samhljóðau
við það, að frakkneska kirkjan, „elzta dóttir rómversku kirkjunnar11, hefir
frá fornu fari bæði margsinnis vísað á bug yfirgangi rómversku kirkj-