Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Qupperneq 6

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Qupperneq 6
102 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hrnn en ærsl og glaumur skólabræðra hans, þar sem oftast var stjakað við honum. Hildur byrjaði að leika. Hljóðfærið var of- urlítið hjáróma á stöku nótum, en strengir þess hö'ðu mjúkan og viðfeldinn hljómblæ. l’að heyrði séra Gísli undir eins á fyrsta lag- inu, að Hildur hafði satt að mæla; hún kunni lítið að fara með hljóðfærið sitt. Hún hafði líka byrjað á allerfiðu viðfangsefni; þar var kafli úr »Töfrapípunni« (die Zauberflöte) ,eftir Mozart, en þó gefin út í því skyni að leika hann á »fortepiano» í heimahúsum. A sumum stöðum var lagið allvel leikið, en á öðrum stöðum bar út af því. Þá kom hik á hana, hendurnar urðu óstyrkar, og það var sem hún fálmaði eftir hinum réttu gripum. Pótt ekki truflaði þetta mikið fallanda lagsins, spilti það blæ þess til muna og gerði það ruglingslegra. Þegar Hildur hafði leikið lagið til enda, var hún blóðrjóð í framan og þorði ekki að líta upp. Presturinn fann það skyldu sína að koma henni til hjálpar. «Biavó!» sagði hann. «Pér þykist ekkert kunna og þó leikið þér yður með lög eftir Mozart. Pér eruð ekki sjálfhælnar.» Petta bætti dálítið úr skák, og konsúllinn glaðnaði í bragði. Sjálfur hafði hann ekki snefil af greind til að dæma um það, hvernig lagið var leikið. Presturinn stóð á fætur, og gekk að hljóð- færinu til hennar. Söngbókin lá enn þá opin á nótnastólnum og á annari blaðsíðunni í opnunni var dísasöngurinn í sama tónleiknum. Pað er s; ma lagið, og notað er hér á landi við jólasr.lminn: «í dag er glatt í döprum hjörtum.» «Eiguin við áð reyna þetta lag?» mælti hann. Hildur lét fingurna hlaupa fljótlega yfir nóturnar á hljóðfærinu og reyndi helztu sam- hljómana 1 laginu, áður en hún lagði út í að leika það. Svo byrjuðu þau. Presturinn söng það hiklaust og mjúklega og notaði erindið: «1 skýjum föReit sólin sígur.» «Nú tókst Hildi betur. Hún hafði stuðn- ing af söng prestsins, og það eitt, að hann var farinn að syngja með henni, jók henni á- ræði. Síðan sungu þau og léku nokkra svenska söngva, sem auðveldari voru viðfangs og Hild- ur var vanari við að leika. Pegar þessu hafði farið fram stundarkorn, bað konsúllinn þau að afsaka sig. Hann þyrfti út snöggvast og líta eftir verkafólki sínu.------- Eftir að þau voru orðin tvö ein, fór Hild- ur aftur að fást við hin erfiðari viðfangsefni. Henni fanst hún þurfa að vinna sér uppreist í augum gestsins, þrátt fyrir lofsyrði hans um fyrsta lagið. Petta tókst henni líka að allmiklu leyti. Séra Gísli var þó ekki eins gagntekinn af hljóðfæralist hennar, eins og hann var af henni sjálfri. Nú gat hann horft á hana úr sæti sínu við borðið, á meðan hún hafði stöðugt augun á nótunum í söngbókinni. Hann sá vöðvana kippast við í herðum hennar og hand- leggjum, þegar hún jók hljóðfærishljóminn. En litlu; nettu fingurnir, sem honum hafði þótt svo vænt um upp í hvamminum við fossinn, þutu nú hvíldarlaust fram og aftur um hinar mjallhvítu og tinnusvörtu nótnaraðir. Við dökka kjólinn sýndist hálsinn enn bjartari, og roðinn, sem áður hafði hlaupið fram í kinnarnar, var nú búin að jafna sig, svo nú skifti hún fagur- lega litum. Pað lá við að séra Gísla væri það ofraun að horfa á hana. Hann fyrirvarð sig fyrir það, en þó gat hann varla stilt sig um það. Pað var sem óró og óljós kvíði gripi hann. Pessi stúlka hafði eitthvert seiðmagn, sem dró hann að sér. ‘Honum fanst sem hann mundi hvergi geta lifað sælli, en einmitt hjá henni, og þó leið honum í raun og veru illa vegna þess, að liann var einn hjá henni í stofunni. Henni var þetta ósjálfrátt. Hún vissi ekkert um það, að hún hefði þessi áhrif á hann. Og hún átti aldrei að komast að því. Fyrir því kveið hann þó helst, og þess vegna hefði hann feginn vifjað vera kominn langt í burtu.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.