Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Qupperneq 7

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Qupperneq 7
BORGIR. 103 Ressar hugsanir urðu honum svo þungar, að hann tók ekkert eftir hljóðfæraieik Hildar að lokum. Hann undi hvergi til lengdar, en reikaði hljóðlega um stofuna, stóð upp eða settist niður til skiftis. Loks nam hann staðar út við gluggann og horfði út sem í leiðslu. Hildur hafði þá lokið við lag, sem hún var að leika. Hún sneri sér við og leit glað- lega til gestsins um leið og hún mælti: «F*að er engin furða þótt mér gangi illa. Eg hefi engan til að segja mér til hér heima. Anna systir mín má aldrei vera að því nú, síðan hún giftist. — Rar að auki leiðist pabba að heyra mig æfa mig.» Séra Gísli fann engm orð í svipinn til að segja, og hann varð feginn að hafa fengið eitthvað til að horfa á, svo hann gæti látið hana halda, að það væri það, sem gerði hann svona hugfanginn. Mjallhvít gluggatjöld úr rósóttum netvefn- aði, voru fyrir glugganum, Voru þau dregin í fellingar frá miðglugganum til beggja hliða. F*ar stóð í gluggakistunni stór og þéttlaufuð pelargónía og baðaði blóm sín í sólargeislun- um að utan. Hún fylti næstum upp rúmið á milli gluggatjaldanna. Út á milli greina hennar sá út á fjörðinn. Tvö gufuskip komu utar eft- ir firðinum og kyntu mikinn. Brunuðu þau áfram samsíða, svo hvítt sjólöðrið gekk hátt upp á bæði stefnin. Annað var grænmálað fyr- ir ofan sjó, en hitt Ijósgrátt; bæði voru þau skrautleg tilsýndar. F*að lá í augum uppi, að þau voru að reyna sig. Nú voru [>au skamt fyrir utan Eyrina. Og fjöldi fólks var komið út úr húsum og ofan á mölina til að horfa á þau. Hildur tók þegar eftir því, á hvað prestur- inn var að horfa, og áður en hann víssi af, var hún staðin upp og komin fast að honum. «Lofið þér mér að taka «pelargóníuna« úr glugganum, svo þér sjáið betur út.» »Nei, nei, látið þér blómið standa kyrt,» flýtti séra Gísli sér að stama. Rómur hans var svo undarlegur, að honum varð hverft við sjálfum að heyra til sín. Og um leið og hann sagði þetta, greip hann um hendina á Hildi, til þess að hindra hana frá því að taka blómið. En hann slepti ekki hendinni aftur, og Hild- ur dró hana ekki að sér. Hún stóð kyr, en leit niður fyrir sig og roðnaði. Höndin skalf ofurlítið. En séra Gísli stóð eins og dæmdur. Hann vildi sleppa takinu en gat það ekki. Hann vildi segja eitthvað, en málsins var honum varnað. Pað var sem kökkur sæti í hálsi honum, sem gerði hann grátklökkan og hindraði and- ardráttinn. Hann hafði mist alt vald yfir sjálf- um sér. Frá þessari mjúku litlu hendi, sem hann hélt um, leið brennandi hiti um hann ailan. Hjartað tók kipp í brjósti hans og barðist, eins og það ætlaði að brjóta bringuna. Hann fór líka að titra, svo við lá, að hann þyrfti að styðja sig við eitthvað, til þess að geta staðið. Það var eins og alt hans eðli krefðist þess, að hann félli á kné við fætur hennar og játaði henni ást sína með brenn- andi orðum. Pá sá hann föður hennar út á mölinni fyrir framan húsið. Hann hafði horft á skipin, eins og fleiri, og nú sneri hann heim að hús- inu. Ressi sýn leysti þau bæði úr töfrunum. Séra Gísli slepti takinu, og Hildur varpaði mæðilega öndinni. ' Rétt á eftir heyrðist konsúllinn ganga um útidyrahurðina, inn í andyrið. Fátið, sem kom á séra Gísla, var engu likt. Hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Konsúllinn hlaut að verða var við geðs- hræringar þeirra beggja. En til þess mátti hann þó ekki hugsa. Hann vildi flýja, en hvert? Hvað átti hann að gera af sér? Rað var ekk- ert undanfæri. Og þegar konsúllinn kom inn, vinglaðist presturinn innan um stofuna og þóttist vera að leita að hattinum sínum. Hildi hafði tekist það betur, að hún hafði hittáskársta ráðið sem til var. Hún hafði sezt aftur við hljóðfærið, og leitaði með mesta á-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.