Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Qupperneq 9
Á FERÐ OQ FLUGÍ. 105 með skelfingu til söngtólsins í veitingahúsinu, ef þetta væri miklu betra. Fegar stundin var hálfnuð, sem þau höfðu sagt, að enn væri eftir til hjónavíxlunnar, þakk- aði presturinn konsúlnum fyrir skemtunina og flýtti sér út. Kveðjur þeirra Hildar og hans voru fremur þurlegar; naumast nema til mála- mynda. Bæði báðu þau hann að koma aftur næst, þegar hann væri þar á ferð, og hann lofaði því, án þess að vita vel hvað hann sagði. Þegar hann kom út á mölina, reikaði hann eins og hálf-ringlaður maður. (Framh.) Á ferð og flugi. Framh. XIX. KAPÍTULI. Áhrif hvita blómsins. Jafnskjótt og birta tók af degi 16. októ- ber, kom feiti fangavörðurinn inn til Lavarede og með honum heill hópur af mönnum; skrif- arinn og Diamba voru og með í förinni. Lavarede settist upp í rekkju sinni og horfði á þetta fólk. Hrygðarsvipur var á fangaverð- inum, og það leyndi sér ekki, að dóttir hans hafði grátið. Ungfrúin skýrði svo Lavarede frá því, að nú ætti að flytja hann til Peking eft- ir boði keisarans, og gat þess, að þar myndi bíða hans líflát. Hún benti á lögreglumanna- foringja, sem komið hafði inn, og sagði, að hann stjórnaði ferðinni og mönnum þeim, sem ættu að flytja hann. Lavarede tók tíðindum þessum glaðlega. Hann fann, að fangelsisvistin hafði lamandi á- hrif á hann, og hann varð því feginn breyting- unni. En þegar út kom í fangelsisgarðinn, og hinn þungi fjalaklafi var lagður um háls hans og herðar, fanst honum skiftin síður en svo til bóta, og mintist þá orðtaksins að «ekki eru ávalt breytingar til batnaðar«. 11 kínverskir lögreglumenn áttu að annast flutninginn og foringi þeirra nefndist Fonni- Kouens. »Lavarede kvaddi fangavörðinn vingjarnlega og dóttur hans, sem þá var örvilnuð af gráti, og síðan var haldið af stað. Foringinn fór á undan og stefndi upp með fljótinu, og eftir litla stund var hópurinn kominn út á landið. Par sáust bændur vera að fara til vinnu sinnar út á hrísgrjóna- og maísakrana. Morgunsólin varpaði geislum sínum yfir þá, og kom þá sem gullslitur á landið. Um dagmálaskeið var hvílt litla stund í sveitarþorpi nokkru, og lögreglumennirnir tóku sér bita af nesti sínu. Lavarede fleygði sér nið- ur afsíðis og lét fjalaklafann hvíla á jörðinni. Hann var orðinn dauðþreyttur og sár á hálsi. Einn af fylgdarmönnunum kom þá til hans og hafði undir hendinni nokkrar fjalir. Hann gaf Lavarede vísbendingu um að þegja, með því að styðja fingrunum á munninn, og með auð- særri æfingu og snarræði tók hann af honum fjalaklafann og setti annan á hann, sem hann hafði haft með sér. Síðan fletti hann frá sér hempunni og sýndi að hvíta blómsteiknið var pikkað inn í húð hans á brjóstinu. Svo snar- aðist hann á brott. Pegar haldið var af stað, varð Lavarede var við, að þessi nýi klafi var miklu léttari en sá, sem hann hafði áður borið, og þar sem hann kom við háls og axlir, var hann bryddur með leðri með hári bak við svo hann særði eigi þann sem bar hann. Síðan var haldið áfram allan daginn, nema hvað hvílt var litla stund um nónskeið. Klukkan 6 um kvöldið var sezt að í bæ þeim er Tientsieng heitir og liggur 14

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.