Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Blaðsíða 11
Á FERÐ OG FLUGI. 107 hof, bæjnþorp og bændabýli, sem liðu fram hjá, er hinn skriðþungi bátur skreið upp eftir fljótinu. Og þegar þeir sigldi fram hjá hinni víðlendu borg Tientsing, sem hefir á aðra mil- jón íbúa, fór hann að hugsa um ófriðinn, sem Englendingar og Frakkar áttu í við Kínverja 1860, þegar þeir fyrnefndu neyddu hina til að opna ýmsar hafnir fyrir verzlunarflota þeirra. Og hann hugsaði sem svo, þrátt fyrir alt fjöl- mennið í þessu landi hefir oss Evrópumönn- um ávalt veitt betur, þótt fjölmennismunurinn sé geysimikill, og því skyldi eg þó eigi eins, áður en líkur, geta losað mig úr vanda með yfirburðahæfileikum þjóðar minnar þótt ærinn sé liðsmunur, og sál hans fyltist von og hug- rekki við þessar hugsanir, en allur kvíði var flúinn. Um kvöldið voru þeir komnir að bæ þeim, er La-Main nefnist. Héldu þeir þar kyrru fyrir um nóttina og sváfu í bátnum. Daginn eftir var haldið áfram og daginn þar á eftir og seint á þriðja degi var komið til borgarinnar Toung-Teheou. Paðan og til Pek- ing eru aðeins 8 kílómetrar, en þá Ieið varð aðfara landveg. Pótt komið væri fram á kvöid var ferðinni eigi að síður haldið áfram, og Lavarede var fluttur í burðarstóli því hann var álitinn ófær til gangs. Um miðnætti var komið til hinnar miklu borgar og fanginn fagnaði því að eiga von á að fá að sofa það sem eftir væri næturinnar. En það var eigi hlaupið að því að komast í húsaskjól um hánótt. Allar götur voru mann- lausar,. og flestar lokaðar til endanna með járn- hlekkjafestum. Lögreglumennirnir urðu fyrst að taka þær niður til að komast inn í einhverja götu og síðan setja þær fyrir aftur og var þetta ærið tafsamt. Lavarede sá alstaðar þessa lágu múrgarða, sem hlaðnir hafa verið kringum hina yrktu lóðarbletti, sem svo að segja fylgja hverju húsi í borginni. Við og við mættu þeir einum og einum næturflakkara, en jafnskjótt og lögreglumennirnir urðu þeirra varir, gáfu þeir vísbending með því að berja í burðar- stólsbríkina, og flýðu hinir þáóðara, því enginn má þár mæta fangaflútningsmönnumánæturþeli, Af þessum ástæðum, varð ferðin gegnum borgina mjög tafsöm, en loks eftirtvo klukku- tíma var komið að hinni háu múrgirðingu. sem lykur sig um ineta hluta borgarinnar, og er svo há, að yfir hana sézt eigi nema á hin gulu, rauðu eða gráu þök, sem eru til skiftis á öllum húsum sem inni fyrir eru. Pessi hluti bæjarins, sem þannig er aðgreindur og inni- lokaður, nefnist hinn keisaralegi bæjarhluti eða hin heilaga borg. Par býr keisarinn með allri hirð sinni, og eru hallir hans og hús öll með gulum þökum. Par búa margir hinir hærri embættismenn og aðalsmenn, og eru hús þeirra með rauðum þökum,en þökin yfir húsum hinna lægri embættismannahirðarinnar og höfðingjanna eru með gráum þökum. Prjú hlið eru á þessum mikla múr, og komu fangaflutningsmennirnir innan stundar að einu þeirra; það nefndist Nyang-Tingmen-hlið- ið eða friðarhliðið, og var það inn um 'þetta hlið að frakkneskir og breskir hermenn brut- ust 1860, og eins hermenn Evrópu tstórveld- anna, þegar sendiherra þeirra var veitt atför fyrir fáum árum, og fulltrúi Pjóðverja skotinn. Eftir vísbendingu lögreglumanna var hlið- inu lokið upp, og var svo haldið inn í hinn helga bæjarhluta, og eftir litla stund var fang- inn borinn inn í myrkan fangaklefa og skilinn * þar einn eftir. Hann fleygði sér óðara á gólfið og sofn- aði þegar. Pó varð honum eigi svefnsamt, því hann hrökk upp við að þreifað var um fætur hans, og hann var þess var, að hann var ekki einsamall í þessum myrka stað. Hann rétti út hendina og mætti hendi annars manns, og spurði í fáti hver þar væri. «Eg er frakkneskur maður» var honum svarað.* «Svo við erum samlandar«, svaraði Lava- rede. «Og hvað eruð þér?» spurði ókunnugi maðurinn. »Fangi, en þér?» «Einnig fangi.» Síðan fór þessi fangi, sem hafði verfð fyrir 14*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.