Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Side 1

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Side 1
HYPÁTIÁ. Eftir Charles Kingsley.- Framh. ELLEFTI KAPITULI. Aftur í Lára. Enginn hávaði raskaði- friðnum og kyrðinni í Sketisdalnum. Pað létti smásaman yfir skugg- unum undir klettunum eftir því sem dagrenn- ingin fór vaxandi, en alt gljúfrið var enn í svarta myrkri. Mjótt þokuband Iá eftir lækjarfarveg- inum. Blöðin á pálmunum hengu niður og bærðust ekki, eins og þau fyndu, að ekki væri annars kostur en bíða með þolinmæði bruna- hita hádegisins. Loksins stóðu tveir menn upp af knébeði í munkagarðinum og fóru að berja hægt ofan í grjótið með grefunum og rufu svo kyrðina. »Pessar baunir spretta aðdáanlega, Afúgus bróðir. Við getum með guðshjálp sáð seinni sáningunni viku fyrri en í fyrra.« Hinn svaraði engu; hann horfði þegjandi á hann um stund og mælti síðan: »Hvað er að, bróðir? Eg hef tekið eftir. að það hefur •egið illa á þér nú upp á síðkastið og á það þó varla við, þegar guðsmaður á í hlut.« Hinn andvarpaði þungan og svaraði engu. Pá lagði hann frá sér grefið, lagði höndina blíðlega á öxl Áfúgusar og spurði aftur: »Hvað er að, vinur miun? Eg vil ekki beita við þ'g ábótaréttinum, að krefja laumnála hjartans. En vist er það, að þetta brjóst býr ekki yfir neinu því, sem þarf að leyna, eða er ekki þess virði, að það megi ekki koma fram.« »Pví skyldi ekki liggja illa á mér, Pembó bróðir? Segir ekki Salómon að það séu hryggi- *egir tímar?« »Að vísu. En líka gleðilegir tímar.« »Ekki fyrir iðrandi menn, sem eru hlaðnir byrði margra synda.« »Minstu þess, sem heilagur Antoníus var vanur að segja: Treystu ekki eigin réttlæti og sakastu ekki um orðinn hlut.« »Pembó, vinur minn,« mælti Arseníus há- tíðlega, »eg skal segja þér alt eins og er. Synd- ir mínar eru ekki afmáðar enn, því að Hónor- íus lærisveinn minn Iifir enn, og í honum lifir eymd og hnignun Rómaveldis, Syndir mínar afmáðar? Ef þær væru það, þá sæi eg ekki á hverri nóttu heila herskara af ákærandi vofum, svipum þeirra manna, er fallið hafa í bardög- um, ekkjum og munaðarleysingjum, meyjum drottins, sem hafa æpt upp undan handtökum ósiðaðra manna. Pví koma þær allar að rúm- inu mínu og spyrja: Pví gerðir þú ekki skyldu þína, svo að ekki færi svona með okkur? Hvar er keisarasveinninn, sem guð fal þér til varð- veizlu?« og gamli maðurinn drap höfði í gaupnir sér og grét beisklega. Pembó íagði aftur blíðlega höndina á öxl honum. »Hver ert þú, er vilt breyta örlögum þjóðanna og hjörtum keisaranna — þar sem það liggur í hendi konungs konunganna? Hafir þú verið veikur og tómlátur í starfi þínu — því ó- trúr hefur þú uldrei verið, það veit eg — svo hefitr hanti sett þig þanmg, einuntt af því að þú varst veikur og tóinlátur, til þess að svo færi sem átti að fara,® »Pví eru þá þessar náttvofur að ásækja mig? »Hræðstu þær ekki, vinur. Pær eru vofur hinna vondu og því lygaandar. Hvað^ sagði heilagur Antoníus: Munkar eiga ekki að brjóta heila sinn um vofuásóknir eða gefast upþ; N. KV. VL 6. 15

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.