Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Síða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Síða 2
122 NYJAR KV0LDV0KUR. miklu fremur eiga þeir að bera sig karlmann- lega, því hann á að vita, að hann er endur- leystur og í guðs höndum, þar sem ekkert ilt getur gert honum mein. Vertu því hughraust- ur, vinur. Slíkar hugrenningar tilheyra nóttinni, tíma Satans og máttar myrkranna — þær hörfa burt undan morgunbirtunni.* »Og þó er mannanna börnum margt opin- berað í rúminu í draumsjónum næturinnar.« »Getur vel verið. En í mínum augum er það nú samt dagurinn, en ekki nóttin, sem opnar huliðsheimana, enda þótt eg efist ekki um að hitt getur Iíká átt sér stað.« »Hvernig þá?« »Af því að á daginn get eg lesið þá bók, sem rituð er á steintöflur með fingri guðs, eins og lögmálstöflurnar á Sínaí.« Arseníus horfði á hann spurnaraugum. Pambó| brosti og mælti: »Pú veizt að eg er ekki lærð- ur fremur en margir helgir menn á fyrri tímum, og kunni ekki gríska tungu fyr en þú kendir mér hana af bróðurlegri vináttu. En hefur þú ekki heyrt hvað Antoníus svaraði heiðingja ein- um, sem brá honum um, hvað hann værijilla að sér í bókum: Hvort er æðra, svaraði hann, andinn eða bókstafurinn? — Andinn segir þú? Pá skaltu vita, að heilbrigður andi þarf engra bókstafa. Mín bók eralt sköpunarverkið; hún liggur opin fyrir mér, og þar get eg lesið guðs- orð svo oft sem eg vil.« »Meturðu þá ekki lærdóminn oflítils?* mælti Arseníus. »Eg er orðinn gamall meðal munkanna, og þekki vel störf þeirra og framkomu. Og í sam- lífinu við þá hef eg séð það í einfeldni minr.i, að margir leggjast í bóknám og kvelja sálir sínar með þeirri spurningu, hverri lærdóms- stefnunni þeir eigi nú að fylgja. Margir verða hálærðir guðfræðingar og berjast fyrir bókstaf rétttrúnaðarins; en um leið missa þeir kærleik- ann og miskunsemina og traustið á guði og vonina fyrir sjálfa sig og bræður sína, þangað til þeir ringlast í vísindadeilum, sem vekja ein- tóma sundrung og tvídrægni, og gleyma svo með öllu því erindi, sem ritað er í bókinni, sem fullnægði heilögum Antoníusi.« »Hvaða erindi talar þú um?« »Líttu á,< sagði gamli ábótinn, og benti með hendi sinniausturá eyðimörkina, »líttu á, og legðu út af því, sem þú sérð.« Um leið og hann sagði þetta smaug lang- ur geislastafur á ská ofan dalinn, hoppaði klett af kletti og vakti fjör og líf í hverjum skorn- ingi og hverri dæld. Stór, eldrauð sólin rann UPP > gegnijm þokuslæðingana í eyðimörkinni, og þegar hún steypti geislunum ofan í dalinn, lyftust þokuböndin upp i loftið, leystust í sund- ur og hurfu, en áin blikaði við klettana eins og tindrandi auga héraðsins. Svölurnar flugu hundruðum saman út úr fylgsnum sínum og hófu dansinn í loftinu eins og vant var. Stökk- mýsnar hoppuðu á löngu steilunum og stálu sér morgunverð í munkagörðunum. Mórauðu sandeðlurnar skriðu út undan steinunupi og opnuðu fyrst annað augað, og þegar þær sáu að dagur var kominn, opnuðu þær hitt líka, veltu skrokkunum útblásnum með löngu svipu- hölunum út á glóheita steinana, hnipruðu sig þar saman og sofnuðu svo aftur. Músvalurinn, sem þóttist nú vera æðstur herra þar í dalnum, vaknaði og gólaði og dró langan seim, fór í löngum hring upp í háaloft til þess að teygja úr sér eftir nóttina og lygndi svo í loftinu grafkyr og horfði ofan á lævirkjann, sem var að syngja niðri á klettunum. En niðri á ánni Níl kom upp margraddað garg úr pelíkönum, gæsum, bakkasnípum og öðrum vatnafuglum. Seinast komu upp raddir munkanna, sem fóru að syngja morgunsálma með undarlegu, aust- rænu lagi. Nýr dagur var runninn upp í Sketis, dagur Iíkur ótal öðrum dögum — dagur vinn- unnar og dagur bænarinnar — rólegur eins og næturblundurinn. »Hvað lærirðu af þessu, Áfúgus vinur?« sagði Pembó. Arseníus þagði. »Af þessu læri eg,- hélt Pembó áfram, »að guð er Ijósið og í honum finst ekkert myrkur. Hann er gjafar- inn, sem finnur unun í því að vera góður, —

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.