Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 3
HYPATIA.
123
elskandi, sem veitir öllu náð sína — og því,þá
ekki þér líka, hinn lítiltrúaði? Líttu á þessa
fuglamergð — án hans vilja fellur enginn þeirra
til jarðar. Og ert þú ekki meira virði en marg-
ir smáfuglar — þú, sem guð hefur látið son sinn
deyja fyrir? Jú, vinur minn, við verðum að
fara út og líta í kringum okkur, ef við viljum
sjá, hvernig guð er útlits. Ef við þráumst við
og horfum altaf inn á við og leggjumst í heila-
brot um það sem oss er áfátt, förum vér að
búa guð til eftir okkar eigin mynd, og ímynda
oss, að vort eigið myrkur og harðneskja hjartn-
anna sé fyrirmynd ljóssins og elskunnar, sem
í honum býr.«
»Þú talar fremur sem heimspekingur en sem
iðrandi trúmaður,* svaraði Áfúgus. Hvað mig
snertir, finn eg, að eg þarf að ransaka mig
innra meira en ekki minna en eg hef gert.
Dýpri sjálfsprófun og enn meiri fjarlæging —
það er það sem eg þrái. Sérhver hefur sína
köllun og einn verður að haga lífi sín á þenn-
an veg — annar á annan veg. Hinar andlegu
venjur, sem við migfestust, meðan eg starfaði
í heiminum, loða við mig, hvað sem eg geri.
Eg get ekki að því gert að athuga framferði
annara, aðgæta lundarfar þeirra, ráða ráðum
þeirra og grafast eftir, hvernig þeim muni reiða
af með þau. Hvert orð og atvik í þessum litla
söfnuði snýr huga mínum frá því eina nauð-
synlega.«
*>Og þú ert spaki maðurinn í heiminum,
sem prófar hjörtu annara og rannsakar þitt eigið.
Hefur þú ekki fundið, að maðurinn hefur eigi að
eins gráðugan maga, heldur einnig spilt hjarta?
Margan mann hef eg séð, sem flýtti sér svo að
umflýja óvini sína, að hann gleymdi að loka
hjarta sínu fyrir öðrum óvinum enn verri, sem
vildu hreiðra um sig í hjarta hans.. Margur
munkurinn breytir um stað, en losast þó ekki
við kvalirnar í hjarta sínu. Eg hef þekt þá
suma, sem hafa orðið að lifa af hugsunum
hjartna sinna í einverunni, urðu fullir örvænt-
ingar og steyptu sér fyrir björg eða ristu sig
á hol til þess að losast við þær hugrenningar,
sem einn einasti félagi, ein einasta vinarrödd
hefði getað frelsað hann frá.«
Arseníus hristi höfuðið. »Getur verið,* svar-
aði hann. »En því er öðruvísi varið með mig.
Eg hef enn þá meira að játa, vinur minn. En'd-
urminningarnar frá heiminum elta mig æ meir
og meir með degi hverjum. Og þær ætlaði
eg þó að flýja. Hallirnar á hæðunum sjö —
stjórnvitringarnir þar og hershöfðingjarnir, vélar
þeirra, sigrar og ósigrar — alt þetta svífur mér
sífelt fyrir hugskotssjónum — sífelt, þó eg þrái
það ekki, þó það ginni mig ekki eins og Ijósið
fluguna, sem hefur sviðið sig á því áður — það
heldur mér alt í óslítandi töfraböndum, og úr
þeim læðingi losast eg aldrei fyr en eg fer í
einhverja fjarlæga eyðimörku, þaðan sem eng-
inn á afturkvæmt.*
Pembó brosti. » Aftur segi eg: þetta er spaki
maðurinn, sem prófar hjörtun. Og hann vill
feginn flýja úr litlu Láru, og flýja út í einver-
una, þar sem hann gæti losast við þær hug-
renningar, er kvelja hann hér. Og þú vilt los-
ast við áhyggjur af öðrum mönnum. Það er
betra að hafa áhyggjur af öðrum en af sjálfum
sér. Betra að hafa eitthvað til að elskaoggráta
yfir, heldur eh kúra einmana í hellisskúta —og
verða þar sinn eigin guð, eins og sumir, sem
eg þekki.«
»Veiztu hvað þú ert að segja?& sagði Ar-
seníus í fáti.
»Eg segi, að maður slíti sig frá öllu, sem
gerir mann kristinn, ef maður dregur sig út í
einveruna — frá lögmálinu, hlýðninni, bróður-
elskunni, afneituninni, — frá samfélagi hinna
heilögu.«
*Hvernig þá?« spurði Arseníus.
»Hvernig getur þú haft samfélag við þá, sem
þú getur enga elsku sýnt? Og hvernig geturðu
sýnt elsku þína, nema með því að gera verk
elskunnar?«
»Eg get að minsta kosti beðið fyrir öllu
mannkyninu dag og nótt. Er ekkert rúm fyrir
það í samfélagi hinna heilögu?*
»Sá sem ekki getur beðið fyrir bræðrum
16_