Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Page 4

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Page 4
124 NYJAR KVÖLDVÖKUR. sínum, sem hann sér og veit um freistingar þeirra, Afúgus bróðir — hann mun ekki geta beðið vel fyrir þeim bræðrum sínum, sem hann ekki sér, eða fyrir neinu öðru. Og sá, sem ekki vill vinna fyrir bræður sína, hættir brátt að biðja fyrir þeim og svo þar á eftir að elska þá. Og svo — hvað stendur skrifað? Ef mað- ur elskar ekki bróður sinn, sem hann sér, hvern- ig á hann að geta elskað guð, sem hann ekki sér?« »Eftir því væri það réttara,« mælti Áfúgus, »að maður tæki sér konu og ætti börn og varpaði sér út í alla hringiðu holdlegra girnda, til þess að eignast sem flesta til að elska, til að óttast og til að vinna fyrir.« Pembó þagði um stund. Svo mælti hann: »Eg er munkur en enginn rökfræðingur. En það segi eg þér, að þú fer ekki héðan út í einsetu á eyðimörkinni með mínu leyfi. Ef alt færi að mínum óskum, vildi eg helzt þú sett- ist að í einhverri stórborginni með alla þína speki, til þess að þú værir við höndina að berjast með herskörum drottins. Hvers vegna varst þú fræddur í veraldlegri speki, nema til þess að nota það kirkjunni tilgagns? Pað er nóg. Við skulum fara.« Báðir karlarnir héldu svo heimleiðis eftir dalnum og grunaði það sízt að samtal þeirra mundi fá lokasvarið í klefa Pembós. Pví þar beið þeirra langur, ljótur og ólánlegur klerkur, sem var að seðja hungur sitt með mestu græðgi á döðlum og hveiti og drakk ósleitilega pálma- vín með — eina hnossgætið í klaustrinu og aðeins .ætlað gestum. Gestrisnin austræna og tnannúð munkalífsins fyrirbuðu Pembó að ónáða gestinn á meðan. Þegar hann loks var búinn að seðja sig, spurði Pembó hann að nafni og erindi. »Eg vesalingurinn heiti Pétur og er kallað- ur lesari, Eg kem frá Kýrillos biskupi með bréf og skilaboð til bróður Afúgusar.« Pembó stóð upp og hneigði sig með lotn- ingu. »Við höfum haft góðar spurnir af þér,« sagði hann. »Yður er ant,,um málefni hinnar almennu kirkju. Viltu fylgja mér til klefa Áfúgusar?« Pétur skálmaði með mesta rigingssvip á eftir honum til klefa Áfúgusar, dró þar bréf Kýrillosar upp úr brjóstvasa sínum og fékk hon- um. Arseníus las bréfið nokkrum sinnum og gerðist heldur þungbrýnn, en Pembó horfði á hann með lotningu og þorði ekki að raska ró hans með spurningum. »Hinir síðustu dagar eru þá í vændum,« sagði Arseníus að síðustu, sem spámaðurinn segir um að þá vetði mikill ókyrleiki í mönn- um. »Og Heraklíanus er í raun og veru sigld- ur af stað til Ítalíu.?« *»Kaupmenn frá Alexandríu mættu honum út á rúmsjó fyrir þrem vikum,« svaraði Pétur. »Og hjarta Órestes forherðist meir og meir?« l"»Já já, hann er annar Faraó. Eða öllu held- ur, heiðna konan forherðir hann altaf,« mælti Pétur. »Eg hef altaf hræðst þessa konu meira en alla skóla heiðingjanna,« mælti Arseníus. »En Heraklíanus hef eg altaf álitið með hinum spök- ustu og réttlátustu af öllum mönnum. Æ, hvaða dygð stendur, þegar metorðagirnin kemst inn í hjartað?* í%Og hvaða spekinnar orð á eg að færa hinum heilaga herra frá þér?« mælti Pétur. »Bíðum við — biðum við. Hann gæti ef til vill — eg þarf að hugsa það vel — eg þarf að fá nánari vitneskju um afstöðu flokkanna. Auðvitað hefur hann sett sig í samband við Afríkubiskupana og reynt að fá þá í lið með sér?« »Fyrir tveimur mánuðum. En þeir eru þverúðarfullir villustefnumenn og halda sér utanvið.« »VÍlIustefnumenn er ofhart að orði kveðið, vinur; en hefur hann sent til Konstantínópel?« »Hann þarf sendimann, sem er útsmoginn við hirðina. Hann hugsaði að það gæti skeð, að þú sem margreyndur maður vildir taka að þér þá sendiferð.* »Eg —Hver er eg?« æpti Arsem'us. »Æ, æ

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.