Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Page 7
HYPATIA. 127 áttum kostulega veiðifðr hérna um morguninn úti á sandhólunum, svo að kóngurinn hefði ekki getað óskað sér betra. Eg var orðinn lystarlaus að éta núna fyrir viku, en nú er eg eins gráðugur eins og Dónárgedda.* »Veiðiför? Voru það þessi háfættu dýr, skúfhölótt, eins og tóur gangi á hrífusköftum, sem landsstjórinn kjaftaði upp á ykkur?« »Eg veit ekki annað, en við rákumst á hóp af þessum — eg man ekki hvað þeir kalla þau —rádýrum með geitarhornunum.* »Antílópum?« »Já —og hundarnir tvístruðu þeim eins og valur andahóp. Við Úlfur þeystuin um bann- setta sandhólana, þangað til jálkarnir voru frá af mæði. Og þegar þeir voru búnir að blása og við náðum hundunum, höfðu hverjir tveir eitt dýr á milli sín —og þarf maðursvo meira, þegar hann annars hefur ekki færi á að berj- ast? Ykkur felst á steikina og þurfið ekki að fytja upp á nefið fyrir það.« »Jæja, hundarnir eru líka það eina, sem lið er í hérna í Alexandríu.« »Og fallegar stúlkur,« sagði ein stúlknanna. »Auðvitað. Stúlkurnar tek eg undan. En karlmennirnir—« »Já — eg hef engan séð síðan eg kom hingað, nema í hæsta lagi einn daglaunamann. Prestar og skrautmenni eru þeir allir — og annað eins rusl kallar maður þó ekki karl- menn.« »Og hvað gera þeir þá annað en ríða á ösnum ?« »Fást við heimspeki, segja menn.« ' »Hvað er nú það?« »Pað hef eg ekki hugmynd um — eitthvert skriftakák, geri eg ráð fyrir.« »Pelagía, veiztu hvað það er að fást við heimspeki?« »Nei, og mér er alveg sama um það.« «En eg veit það,« sagði Agilmundur með mesta spekingssvip. »Eg hef nýlega séð konu, sem er heimspekingur.« »Hvaða skepna er það?« »Pað skal eg segja ykkur. Eg gekk ofan breiða strætið, sem liggur ofan að höfninni og sá þar hóp af strákum — þeir kalla það menn hér — fara inn um hlið. Eg spurði einn þeirra, hvað gengi á, en í stað þess að svara, benti dóninn á fæturna á mér, svo að allir aparnir skellihlógu. Pá rak eg honum utanundir, svo hann rauk útaf. Eg hafði talað gotnesku, og datt svo í hug að hann hefði ekki skilið mig, af því að hann var grískur. Svo fór eg inn um hliðið, til þess að sjá, hvað um væri að vera. Pá hélt einn pilturinn hendinni fram fyrir mig — eg hélt að hann vildi fá peninga. Eg gaf honum svo tvo — þrjá gullpenmga og væn- an löðrung, svo að hann steypti stömpum — auðvitað — en var samt ánægður á svipinn; svo fór eg.« »Og hvað sástu þá?« «Stóra höll, sem rúmaði þúsund hetjur, fulla af þessum egyfzku þrjótum, sem sátu og klór- uðu með stílum á spjöld. En lengst inn í enda var sú langfallegasta stúlka, sem eg hef nokk- urn tíma séð, bjarthærð og bláeygð, og talaði og talaði, en ekkert orð skildi eg. En asna- riddararnir virtust skilja það vel, því þeir störðu fyrst á hana og svo á spjöldin sín og glentu upp ginin eins og froskar á þurru landi. En konan var eins fögur eins og sólin og talaði eins og völva. Eg vissi reyndar ekki um hvað — en ögn ræður maður altaf í það eins og þið vitið. Og svo sofnaði eg; en þegar eg vaknaði og komst út, þá hitti eg mann, sem skildi mig og sagði mér, að þetta væri nafn- fræga konan, kvenspekingurinn. Petta er það sem eg veit um heimspekina.« »Skelfing hefurstúlkan lítillækkað sig að gefa sig við þessum ónytjungum. Pví giftist hún ekki einhverjum hraustum hermanni?« »Af því að það er enginn til að giftast hér,« svaraði Pelagía til, »nema fáeinir, sem eg sé ekki betur en séu bundnir.« »En um hvað tala þeir þá, þessir heim- spekingar?* »Peir tala um sól og stjörnur og rétt og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.