Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Side 11

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Side 11
LOFORÐIÐ 131 Miles stóð nú upp af stólnum, sem hann hafði setið á hjá hægindastól móður sinnar> og gekk órór fram og aftur um gólfið, mælgi móður hans erti hann ávalt, og hann hafði ó- beit á værugirni hennar. Málrómur hennar, sem sífelt var mæðulegur og kvartandi, hafði jjau áhrif á hann, að honum leiddist að tala við hana, þótt hann reyndi oftast að láta sem minst á því bera. »Eg hugsaði, góða mamma, að þú ef til vill vildir hjálpa mér út úr þessum vandræðum, sem eg er kominn í,« sagði hann og var snert- ur af óþolinmæði í rómnum. »Eins og eg hefi skýrt þér frá, hefir það atvikast þannig, án þess það væri ásetningur minn, að eg er orðinn forráðamaður þessarar u*íju stúlku, sem engan á að, og eg hugsaði að þú ef til vill mín vegna mundir vilja taka hana að þér.« Frú Anderson andvarpaði mæðulega, og bar silkiklútinn aftur upp að augunum, með því móti bjóst hún helzt við að geta vakið hluttekningu hjá mönnum, en slík látalæti höfðu ekki minstu áhrif á son hennar. »F*að er sannarlega sorglegt,« sagði hún í ásökunarróm, »að minn eigin sonur getur ekki séð það, sem allir aðrir munu geta séð, að heilsu ininni er svo farið, að eg er ekki fær um að taka að mér unga stúlku til umönnunar; mig vantar ekki eitthvað til að annast, eg hefi sann- arlega nóg að hugsa um. Það er undarlegt, að þú, sem ert læknir, skulir ekki fara nærri um það, hvað mér líður, hvað eg er heilsu- biluð og þoli illa alt ónæði, það er undarlegt, að eg sjálf skuli ávalt þurfa að minna þig á þetta.« Frú Anderson átti ekki svo lítið til af leik- listarhæfileikum, hún var vel máli farin, og röddin hafði þá tilbreytni, sem Ijóslega sýndu þær tilfinningar, sem hún vildi láta bera á. Henni var unun að því að hlusta á sjálfa sig, °g hve vel henni fórst að bera fram kveinstafi sína og lýsa heilsuleysi sínu. En sonur hennar var minna hrifinn af þessu tali. Þolinmæði hans komst ávalt í hina mestu raun, þegar húr byrj- aði á barlómsmælgi sinni. ♦ Ungfrú James gæti ef til vill lesið fyrirþig, mamma, og annazt um blómin þín og verið þér sem dóttir,« sagði læknirinn og það mátti heyra það á mæli hans að þolinmæði hans var á þrotum, enda var hún gefin honum af skorn- um skamti. »Eg hafði svo fastlega vonað, mamma, að þú mundir hjálpa mér.« Frúin horfði undrandi á son sinn, lokaði augunum með mæðuró, lyfti svo brúnum og leit upp á son sinn með bitru kuldabrosi og mælti: »Sem dóttir segir þú. Nei, þakka fyrir, Miles. Eg hefi aldrei á æfi minni óskað eftir að eign- ast dóttur, og enn síður óska eg eftir að taka óþekta stúlku mér í dóttur stað, og eg vona að þú farir að skilja, að eg vil engin afskifti hafa af þessum skjólstæðing þínum. F*að er að vísu leiðinlegt að þú hefir verið svo gálaus að taka að þér stúlkuna. Ef þú hefðir að eins — þó ekki hefði verið nema rétt í þetta sinn — spurt hana móður þína ráða í þessu efni, værirðu líklega ekki kominn í þessi vandræði. Nei, eg er víst sú síðasta sem þú leitar ráða til, aftur á móti er það systir Grace, sem —« »Við skulum ekki blanda systur Grace í þetta mál,« sagði læknirinn og greip fram í fyrir móður sinni. »Annars hélt eg að eg hefði sagt þér það fullskýrt, að eg lofaði deyjandi konu að sjá um stúlkuna, og því var enginn tími til að leita ráða til annara, þótt gengið sé fram hjá því, að það er ekki vani minn að ráðfæra mig við aðra um það, sem eg ætla að taka mér fyrir hendur.« »F>að er hverju orði sannara,« sagði móðir hans samþykkjandi. »Og í því líkistu bókstaf- lega honum föður þínum. F*ú hefir þínar skoð- anir um alla hluti og gerir svo ekki annað en það sem þér sjálfum gott þykir. En fyrst þú ert ekki vanur, eins og þú segir, að ráðfæra þig við aðra — því kemurðu þá til mín, til þess að ieita ráða til þess að komast úr klípum, sem þú hefir hleypt þér sjálfur í? En hvað það líkist þó karlmönnunum að fara þannig að,« og svo andvarpaði frúin og hrisli höfuðið. Læknirinn, sem gengið hafði fram og aftur

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.