Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Síða 13
LOFORÐIÐ.
133
ætti hann nokkuð að líkjast myndinni af konu
þeirri, sem stöku sinnum hafði komið fram í
huga hans og honum fundizt að hann mundi
geta felt sig við sem eiginkonu.
Jafnvel þótt Miles Anderson hefði aldrei
séð þá konu, sem hann hafði skapað sér mynd
af sem eiginkonu, stóð sú mynd honum þó
nokkurnveginn skýr fyrir hugskotssjónum. Sú
tilvonandi skyldi vera veia Ijóshærð með blá
augu, andlitsdrættirnir reglulegir og nettir, hár-
ið slétt og strokið aftur með vöngunum frá
hinu hreina, hvíta enni, svipurinn sambland
af alvöru og mildi, sem hann þekti svo vel frá
Maríumyndunum. Hans tilvonandi skyldi vera
kvennleg, kunna vel að stjórna geði sínu, geta
alstaðar unnið virðing og góðan þokka, vera
ástúðleg við mann sinn en alvarleg og hæglát
gagnvart öðrum. En hversu ólík þessari draum-
mynd var ekki ungfrúin hjá frú Brooks, og
læknirinn gat ekki annað en brosað að þeim
mikla mismun og hann tautaði við sjálfan sig,
ómögulegt! ómögulegt!
En ráðlegging móður sinnar og vinar gat
hann þó ekki rekið úr huga sér. Hann reyndi
að gleyma henni en gat það ekki og eftir
viku fór hún að bera ávöxt. íMeinO
Abendaraez.
Eftir W. Irwing.
Efst upp á háum hamri, sem skagar fram
úr Rondafjallagarðinum, liggur hinn rammgeri
kastali Allóra. Nú er hann rústir einar og haf-
ast þar við uglur og leðurblökur. En fyr á
tímum var hann ramlega víggirt vígi og vernd-
aði hina herskáu þjóð, sem ríkjum réði í Qran-
ada, fyrir árásum Máranna. Hinir hraustustu og
æfðustu herforingjar höfðu yfirstjórn á hendi
í kastala þessum, og á þeim tíma, sem nú um
getur, hafði forustuna á hendi Rodrigó de Nar-
vaez, jarj í Antiquera. Ró kastalinn lægi á yztu
takmörkum landareignar hans, dvaldi hann þar
lengstum. Og sökum þess að hann lá þar á
takmörkunum, fengu hinir spánsku riddarar oft
og einatt tækifæri til að gera áhlaup og að eiga
í höggi við hina, því það var þeirra líf og yndi.
Eina bjarta og unaðslega sumarnótt lagði
jarlinn af stað með riddara í fylgd sinni. Þeir
lögðu leið sína meðfram fiallsrótum, ef vera
kynni að þeir rötuðu í eitthvert æfintýri. Tungl-
-skin var bjart og kvöldsvalinn var farinn að
kæla loftið. Hila-steikjandi sólskin hafði verið
um daginn, en nú var loftið orðið svalt og
hressandi. Reir riðu hægt oggætilega; þar sem
þetta var á næturþeli voru öll líkindi til að
fleiri færu á kreik í góða veðrinu og gat þá
auðveldJega komið fyrir, að njósnarmenn Mára
kæmust á snoðir um þá, eða ferðamaður yrði
var við þá. Þeir lögðu því leið sína um gjár
og gjótur, þar sem skugga bar á, svo hertýgi
þeirra skyldu ekki sjást við tunglskinið. Pegar
þeir komu að krossgötu, þar sem vegir skift-
ust, skipaði jarlinn 5 riddurum að fara götuna
til hægri, sjálfur fór hann með hinum 4 hina
götuna. Stfgir þessir lágu sinn í hvora áttina,
og ef nokkur hætta yrði á ferðum skyldu þeir
þeyta hornin. En þessir 5 félagar höfðu skamt
eitt farið, þegar þeir heyrðu söng álengdar og
sáu mann æðilangt í burtu. Peir földu sig í trjá-
lundi nokkrum og biðu komu hans. Maðurinn
nálgaðist hægt og hægt. Hann reið stórum,
kraftalegum og fjörlegum, stálgráum gæðingi,
og glóðu hin fáguðu reiðtýgi í tunglskininu.
Riddarinn var Mári og tígulegur sýnum; her-
tygi öll og b'úningur hinn glæsilegasti, og sýndi
maðurinn, að hann var enginn kotungsson.
Hann bar kyrtil og yfir sér hafði hann heklu
hárauða úr ágætu damasti, skreytta gulli og
gersemum; túrban mikinn hafði hann á höfði
með gullspöng að framan; við beltið hékk
Damascenar sverð, skrautbúið mjög. A vinstra
armi bar hann stóran skjöld og á hægri liendi