Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Side 15
ABENDARAEZ. 135 kastaði frá sér hnífnum, rétti Serkjanum hönd sína og reisti hann á fætur, því svo var hann þjakaður, að ekki gat hann staðið upp hjálp- arlaust. Sjálfur batt Narvaez sár hans í skyndi og flutti hann til kastalans Allóra og stundaði hann þar með bróðurlegri umhyggiu. Sár hans greru skjótt og einnig hinna, þar enginn hafði særst til ólífis. En Serkinn var ekki að öllu heill. Hann gerðist þunglyndur mjög og var ekki mönnum sinnandi; oft fór hann einförum í kastalanum og gekk sem í draumi. Narvaez þótti þetta mjög leitt og reyndi á allar lundir að gleðja fanga sinn, því vænt þótti honum um hann og breytti við hann sem vin en ekki fanga. En alt var það árang- urslaust. Altaf var hann sorgmæddur og nið- urlútur, og þegar hann stóð á kastalamúrnum horfði hann löngunarfullum augum í suður- átt. Einu sinni kom Narvaez að máli við Serkj- ann og sagði í ávítunarróm: »Hvernig getur staðið á því, að þú, ungur og hraustur ridd- ari, skulir óttast svo mjög að vera fangi? Ef eitthvað sérstakt liggur þér á hjarta, þá trúðu mér fyrir þvi sem vini þínum, og eg sver það við riddaraheiður minn, að þú skalt aldrei hafa ástæðu til að iðrast þess,« Serkinn komst við. »Göfgi riddari!« mælti hann, »áhyggjur mínar stafa ekki af sárum mínum, sem lítilfjörleg voru, eður því, að eg var tekinn fangi; nei, alls ekki. Vinátta þín og góð framkoma hefur breitt yfir það allt. Held- ur var það engin minkun fyrir mig að fara hallloka fyrir annari eins hetju og þér. En til þess að skýra orsökina, get eg ekki komist hjá að drepa nokkuð á æfisögu mína. Og geri eg það aðeins af því, að eg ber svo mikla tiltrú til þfn fyrir alt það eðallyndi, sem lýsir sé hvervetna hjá þér og hluttekningu þá, er þú hefur sýnt mér í kjörum mínum.« Nafn mitt er Abendaraez, og er eg kominn af hinni fornu en gæfulausu ætt, Abencerrög- unum. Að öllum líkindum hefur þú heyrt, hvað fyrir kom. Ættin var höfð fyrir rangri sök og dæmd fyrir landráð; margir voru þá hálshöggnir. Hinir reknir af landi braut. Faðir minn og föðurbróðir voru sýknaðir, og eru þeir hinir einu, sem eftir eru af ætt þeirri í Granada. Jafnframt var svo ákveðið, að ef þeim bræðrum yrði barna auðið, skyldu synir peirra aldir upp annarstaðar og dætur ekki giftast innan endimarka Granada. »Samkvæmt þessu lagaboði var eg sendur tii kastalans Cartoma þegar eg var aðeins barn að aldri. Yfirmaður kastalans var mikill vinur föður míns, og var eg fenginn honum til fósturs. Sjálfur var hann barnlaus og tók því ástfóstri við mig. Hann var mér sem bezti faðir og vissi eg ekki annað en að eg væri sonur hans. Nokkrum árum síðar ól kona hans barn og var það dóttir. Hún var vatni ausin og nefnd Zarisa. Eg áleit mig bróður hennar og unni henni sem systur minni. Hún var bráð- þroska mjög og bar af öðrum stúlkum sem gull af eiri í mínum augum. Eg ólst þarna upp með henni og sá, hvernig hún óx og dafnaði dag frá degi eins og blómin úti í garðinum. Við urðum stöðugt samrýndari með degi hverjum og lærðum að þekkja hvort ann- að betur og betur. »En svo kom nokkuð fyrir, sem olli mikl- um breytingum meðal okkar Zarisu. »Dag nokkurn vildi svo til að eg heyrði á samtal fóstra míns og trúnaðarþjóns hans. »f*á komst eg að því, hvernig í öllu Iá og af hvaða bergi eg var brotinn. En fóstri minn hafði viljað leyna mig því sem lengst, því honum féll illa að þurfa að segja mér, að eg væri af landráðamönnum kominn og ætt mín útskúfuð og fyrirlitin. Nú áleit hann, að tími væri til kominn, að eg fengi hið sanna að vita, svo eg gæti sjálfur ráðið lífi mínu. »Eg Iæddist burt án þess að láta hið minsta á því bera, að eg hafði heyrt samræðu þeirra. »Áður mundi fregn þessi hafa bugað mig, en nú þótti mér að sumu leyti vænt um. Á einu augnabliki varð bróðurtilfinningin að brennandi ást — hreinni, háleitri og göfugri ást, sem logar af æskufjöri og þrólti.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.