Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 21
GRENIR ÚR SPEKINNAR BÓK.
141
barna, þó að það ætti langt í land að ná sér
að fullu fram. Margt af því, sem uppeldisfræð-
ingar vorra tíma halda nú fram sem nýjungum
í uppeldisfræðinni, er ekkert annað en tekið
upp úr Emil.
Mörg önnurritgaf Rousseau út, og er fræg-
ast þeirra skáldsaga ein: »Heloísa hin nýja.«
í því riti taiar hann máli náttúrunnar, og lýsir
betur sálarlífi, en nokkur hafði gert áður. í sjálfu
sér er efnið sama og í Emil að stefnunni til.
Æfisögu sína hefur hann og ritað (»Játningar«);
það er mikið rit og frægt og sérstaklega fyrir
það, hvað það er berort og hreinskilið.
Pegar þessi rit komu út, »Emil« og »Pjóð-
félagssamningurinn,« var ákveðið í stjórninni í
París, að setja hann í fangelsi fyrir skoðanir
þær, er þar væri haldið fram. Flýði hann þá
til Svisslands, ættjarðar sinnar, en fékk þar ekki
friðland. Ekkert varð úr fangelsun hans, og
lifði hann eftir það lengst á sífeldum flækingi
frá einum til annars, stundum í París, stund-
um annarstaðar. Hann ímyndaði sér að allir
ofsæktu sig, og var jafnhræddur við þá, er gerðu
honum gott eins og hina, og lifði þannig rauna-
legu lífi síðustu ár æfinnar. Hann dó 3. júlí 1778.
Enginn maður á 18. öld hefur haft önnur
, eins áhrif á eftirtíð sína eins og Rousseau.
Hann gerðist talsmaður þess anda, sem braust
um í böndum móti einveldinu og spillingunni,
aðalsvaldinu og kúguninni, og glæddi vonir
mannanna um betri og sælli tíma. Og hann
sýndi fram á, hvernig þær vonir ættu að ræt-
ast, og lagði ráðin á hvernig það ætti að fara
að því. Hann varð talsmaður allrar þessarar
ólgu, sem braust um í sálum manna undir
skækjuveldi Loðvíks 15., og þótt hann væri
baqði undarlegur og með mörgum misfellum,
varð hann samt sá, sem teymdi þjóðina með
sér, þó seinna væri. »Hann lifði ógæfusömu
lífi, því að hann fyrirleit alt og alla, en gat
þó ekki lifað nema í skjóli höfðingjanna; hann
trúði á guð, en treysti honum ekki; elskaði
dygðina en trúði ekki á hana; tilbað sannleik-
ann en færði þó lyginni fórnir;« að þessu
'eyti var hann barn aldar sinnar; hann var
bráðgáfaður maður, og fann hvað var rétt og
gott, en tilfinningamaður svo mikill, að skyn-
semin naut sín ekki nema til hálfs. En rit
hans og hugsanir hafa verkað svo frjóvgandi
um alia Norðurálfuna, að eg efast um að hún
eigi nokkrum einum manni eins mikið að
þakka eins og honum. J. J.^
Greinir úr spekinnar bók.
Á morgni tímanna féll syndin yfir jörðina.
Ótölulegar þúsundir ára börðust kraftar Ijóss-
ins og myrkranna um valdið yfir sálum mann-
anna.
Og mennirnir lærðu illvirki, lesti og mann-
dráp af kröftum myrkranna. Og þegar sálirnar
yfirgáfu jarðneska líkami sína í dauðanum,
bundu syndsamlegar hugsanir þeirra og
girndir þær við jörðina öldum saman eða leng-
ur, þangað til guðdómsneistinn, sem geymist
í hverju mannshjarta fékk svo mikinn þroska,
að hann gat með hjálp ljóssandanna lyft sér
upp til þeirra heimkynna, sem hann er kom-
inn frá.
Og sálin leit þá yfir þetta gallaða jarðlíf
sitt með sorg og angri — og þá sendi drott-
inn hana einatt aftur ofan til jarðarinnar til
þess að bæta yfir brot sín í nýrri mannveru,
læra að varpa af sér oki syndarinnar og hreins-
ast og fara fram.
Kraftar ljóssins og myrknnna börðust ó-
aflátanlega.
Pað runnu upp ’heilar aldir, þegar Ijósið
breiddist yfir jörðina og margar bundnar sálir
drógust upp á við.
En það runnu líka upp heilar aldir, þegar
myrkrið breidcjist út yfir jörðina og ótöluleg-
ar mannasálir hröpuðu langt niður fyrir ofur-
efli syndarinnar.
En svo rann upp síðasti tíminn, tjminn
sem vér nú lifum á.
Ljósið barst út yfir jörðina’, og margar
létu leiðast af öndum ljóssins, fyrir bænir