Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 3
SMARAGDA.
147
Neyðaróp heyrðust ofan frá efri enda Pera-
götunnar miklu. Rað logaði aðeins á fáeinum
ljóskerum og stórrigningin jók enn meir á
myrkrið. Peir fóru að hlusta. Pað voru óvið-
feldin óhljóð, sem bárust nær, og fóru þeir
að heyra kallað: »Allah, Allah (Guð).<
»Það lítur út fyrir að það sé eldsvoði ein-
hverstaðar—það hefur slegið niður eldingu ein-
hverstaðar,« sagði dr. Miiller og sneri sér að
Galataturninum, »já, eldsvoði,« bætti hann við.
Hugh sá að turninn glóði í náttmyrkrinu
rauðglóandi eins og reykelsiskerti.
»Það er eldsvoðamerki,« sagði dr. Múller.
»Turnverðirnir hengja út járnkörfur með log-
andi brenni til merkis. Nú, guði sé lof fyrir
regnið.«
Undirgangurinn var nú kominn nær. Hópur
manna kom á harða hlaupi, rauðglampandi og
reykhjúpaðir af furublysunum, sem þeir báru í
höndum sér. Þeir æptu: Allah! svo hátt að
glumdi í allri götunni. A undan hópnum reið
Kústanyi Bey á kolsvörtum hesti, og var nú
ekki lengur gestur í spilahúsinu með halla fez-
húfu og vindling í munni, heldur hetja, sem
geystist fram. Hann sveiflaði nöktu sverði og
stýrði liðinu með sterkri röddu.
»Eljen a Magyar Orzag,« hrópaði dr. Múller.
Kústanyi leit til hliðar, heilsaði með sverð-
inu og hrópaði: »Eljen (húrra).«
Fólk hans ruddist á eftir sem í áhlaupi. Þeir
báru stiga, axir, smásprautur og dælur, og sungu
°g grenjuðu. Þar voru hvítir menn og svartir,
ungir og gamlir, fantaandlit, ræflar og flakandi
hár, og létu flestir eins og þeir væru vitlausir.
»Janghen Var; Tulumbadschi, Janghen Var,«
grenjuðu allir áhorfendurnir.
Hugh og dr. Múller höfðu hörfað inn í
hótelsdyrnar til þess að verða ekki troðnir
undir. Svo þusti hópurinn framhjá og hvarf,
en altaf glumdi við hávaðaópið, en rauði glamp-
inn og svælan hvarf í fjarska.
»Guði náði þá, sem verða á vegi þe\rra,«
sagði dr. Múller, »þeir velta öllu um koll og
troða alt undir. Konstantínópelsbúar eru nærri
því hræddari við þá en við eldsvoðann sjálfan.
Þeir rífa húsin niður til grunna í nánd við
eldinn og mölva alt niður.«
»Hvað þýddu þessi hróp?«
•Janghen Var þýðir: það brennur, og Tul-
umbadschi þýðir slökkviliðið.«
»Eg sá engan eld.«
»Það getur verið yfir í Stambúl — og það
hlýtur að vera stór eldur, úr því Kústanyi Bey
fer sjálfur fyrir liðinu; því að hann er hár em-
bættismaður. Nú, regnið slekkur fyrir þá. Góða
nótt.«
»Góða nótt,« svaraði Hugh.
Hann gekk upp og Ieit á bók sína. Rign-
ingin hafði gagnvætt frakka hans og hafði kom-
ist bleyta að bandinu fagra. Hann þurkaði af
bókinni og lét hana svo ofan í járnkúfort sitt;
hafði hann látið gera fyrir það nýja skrá, mjög
brotna og vandaða. Meðan hann var að fást
við þetta, fann hann alt í einu sætan ilm, sem
honum fanst hann kannast við. Á skrifborðinu
lá eitthvað, vafið innan í gullsaumuðum silki-
dúk. Það var rósavöndur—rósir úr garði Smar-
ögdu. Hann hélt lengi blómunum í hendi sér.
Ilmurinn af þeim og rafmagnsþrungið loftið
æsti upp taugar hans. Það var eins og hita-
sótt brýnni í æðum hans; og fram í gegnum
öll vonbrigðin og allar hugsanir hans um það
að reyna að gera Smarögdu að sjálffórnandi
hetju, brauzt fram heit og innileg tilfinning,
von og enda sannfæring um það, að hún elsk-
aði hann.
16. Veiðimaður og veiðifang.
Móleita, hermannlega andlitið og sterklegi
vöxturinn á Keith Butler ofursta var hughress-
andi sjón, og það fyrir þann, sem ekki var
hugaður sjálfur. Það fanst Hugh að minsta
kosti sjálfur, þegar hann kom á ákveðinni
stundu að garði sendiherrahallarinnar snemma
morguns og sá vin sinn þar á tveim til reið-
ar. Ofurstinn var að tala við mann í grískum
búningi, sem hélt þar í tvo hesta.
»Góðan daginn, Hugh minn góður,« sagði
19*