Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Page 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Page 13
MATTUR HUGSANANNA 157 reglan að sellum fjölgi, þegar lífshreifingarnar fara að starfa); en þær breytast engu að síður. • fyrstu voru þær ávalar, en þó ekki sléttar utan, en þegar barnið fer að hugsa, má sjá smáanga koma út úr þéssum sellum, líkt og rótaranga. Eftir því sem hugsunin þroskast, verða þessir rótarangar fleiri; þeir sem koma út úr einni sellunni sameinast öngunum út úr annari sellu, þangað til þessar smásellur eru allar samantengdar og orðnar að neti, sem er fléttað saman úr þessum rótaröngum; þetta ger- ist smásaman, eftir því sem hugsunin þroskast, svo að net af taugaefni sameinar að síðustu allar sellurnar og gerir þær að síðustu að að- allíffæri ályktunargáfunnar. Þessvegna eru nú til margir læknar og vísindamenn, sem ráða for- eldrunum og kennurum frá því að reyna mikið á ályktunargáfu barna, .fyr en þau hafa náð á- kveðnum aldri. Þeir halda því fram, að það séu athuganir barnsins og barnalegu tilraunirn- ar ti! þess að raða þessum athugunum saman, setn leiða til þess, að sellurnar komast f lag og hið líkamlega líffæri hugsunarinnar fullkomn- ast. Ef maður hefur því ofungt barn, sem heil- inn er ekki orðinn þroskaður í fyrir áhrif hugs- ananna, svo að sellunetið er ekki fullgert, og ætlar að fá það til að átta sig á rökréttri hugs- un, stærðarfæði eða öðrum vísindum, sem heimta ályktunargáfu, þá mishepnast það alveg. Barnið getur þá ekki annað en lært utanbókar. Rök- leiðslu skilur það ekki. Margir muna eftir því, þegar þeir renna huganum til þess tíma, er þeir voru í skóla, hvernig þeir lærðu utanbók- ai' dæmin og útreikning mælingafræðinnar, og Þegar kennarinn setti svo aðra stafi við horn °g hliðar myndanna er voru í bókinni, til þess að vita hvort þeir skildu nú þetta, þá fór alt á ringulreið og út um þúfur fyrir þeim. Hann gat munað, tn hann gat ekki rakið. Rað geta menn ekki, segir lífseðlisfræðin nú á dögum, fyr en líffærið handa ályktunargáfunni er full- búið. Til þess að komast að vísu fyrir, hvort það er neiiinn eða manneskjan sjálf, sem er á- fátt, getur maður tekið sæmilega heimskan ó- mentaðan mann, dáleitt hann og vitað svo, hvort hann getur ályktað eða ekki. Hvað eftir annað hafa menn þá rekizt á það, að ályktun- argáfan getur þá notið sín án tilverknaðar heil- ans, af því að heilinn sjálfur er þá magnþrota og getur ekkert. Margt af niðurstóðum þeim, er nýjari sálarfræðingar hafa komizt að um lífs- hreifingar heilans og afstöðu hans við álykt- unargáfuna, hvíla að tniklu leyti á niðurstöð- um, sem menn hafa komizt að með því að lama heilann og ransaka svo hugsunarkraftinn alls óháðan starffærum heilans. Nú ætla eg um stund að víkja frá þessu efni: að hugsunin sé skapandi aflið, sem getur bætt heila vorn. Ef maður þvi vill gera heilann að betra verkfæri handa hugsuninni, verður hann að æfa krafta hugsunar sinnar með fullri vitund og allri orku. Regar hann hugsar, verk- ar hatin eigi aðeins á sérstöku seliurnar, sem eg gat um áðan, heldur margfaldar hann og aðrar sellur heilans á venjulegan hátt. Ef menn bera saman heila í þaulæfðum djúphyglismanni og ómentuðum alþýðumanni, þá sjá menn, að þeir eru allsólíkir, bæði að vindingatölu, þykt og samvefnaði þeirra hluta hans, er yztir liggja. Allar ransóknir í líkamsfræði og lífseðlisfræði ber að sama brunni: með því að æfa hugsurt- ina sjálfa, fullkomnum vér líkamlega verkfærið, sem vér notum, þegar vér hugsum. Rað er einmitt þessi sannleikur, sem hefur svo afar- mikla þýðingu fyrir mennina, ef þeir ætla sér að ná nokkurri fullkomnun í hugsunarþroska. Rað er enginn einasti af oss, sem ekki getur gert heila sinn að betra verkfæri en hann er nú, með því að venja sig á að hugsa betur og skarpara; að vísu á þetta fremur við um yngri menn en eldri. Og það ætti ekki að vera frágangssök að verja svo sem tíu mínútum á dag til þess að lesa í bók, sem knýs oss til að reyna dálítið á eftirtektina, og heimta dá- lítið af hugsunarmagni voru. Hver og einn af oss ætti að lesa, þú ekki væri nema fáeinar línur í einhverri bók, sem öðrum fremur er full af góðum og göfugum hugsunum; það væri þarfara en lesa blöð og ónýtt sagnarusl. Afleiðingin yrði sú, að heilinn yrði smátt og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.