Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 1
Saga frá Miklagarði eftir Augúst Niemann. o-Sjáið þér hæðina þarna,« hélt dr. Miiller áfram, er þeir voru komnir yfir brúna. »Þessa með múrveggjunum í kringum. Það er gamla soldánahöllin, þar sem herskáu soldánarir héldu til. Þar eru þögulir garðar og forsalir, þar sem vezírar þeir, sem höfðu mist hylli sinnar, fengu sverðlag í bak sér eða silkiband um háls sér; þar eru gylt smáhús af marmara hundruðum saman, innanum rósarunna og gos- brunna; þar lifðu konur kvennabúrsins í ástum °g blóðötuðum vélræðum. Það er enginn sá blettur til í veröldinni, sem gæti sagt jafnmargt frá mannlegum ástríðum, rr.unaði og hryðju- verkum eins og þessi ás. Það er nákvæm saga þessara hallar í bókinni, sem eg er að rita.« Vera má að dr. Miiller hafi vonast eftir að Mugh læri eitthvað að spyrja hann um þetta ri‘ hans, hann hafi haft snert af því sem kallað er rithöfundamikillæti. En Hugh spurði einkis. »Þeir eru annars óþolandi þessir hundar, ' sagði dr. Miiller; »maður héyrir varla til sjálfs s'n. Gætuð þér ekki sett hattinn yðar undir hönd yðar, hr. de Lucy, og bundið vasaklútn- um yðar um höfuð yðar, til þess að hundhræ- 'u haldi að þér hafið túrban á höfðinu.« Hugh gerði svo. »Hvernig er það annars með þessa hunda?« sagði hann. »Það er illa gert af Tyrkjum að hirða ekkert um þessi hundagrey.« »U —Tyrkirnir elska þessa hunda, og það hafa verið gerðar margar erfðaskrár þeim til hagsmuna. Þegar Abdúl-Medschid lét flytja hundana yfir á marmaraeyna, kom svo mikill hur í fólkið, og það varð að sækja þá aftur. En samt tekur engirm múselmaður hund inn í N. Kvi VIII. 7. hús sitt, því að kóraninn segir að hundar séu óhrein 'dýr. Tyrkneskur tvíveðrungur.« Hundarnir létu sér segjast, þegar Hugh gekk með hvíta klútinn um höfuðið. Dr. Múller bar sjálfur fezhúfu. Svo héldu þeir áfram óáreittir af hundunum og náðu um lágnættisbil til Ægi- sifjar (Soffíukirkjunnar), rétt þegar prestarnir gengu út á turnstallana og hófu hinn undarlega söng sinn. »Það er undarlegt með þennan söng,« sagði dr. Múller, »að það skal aldrei heyrast ein ein- stök mannsrödd í múhamedönskum bæjum. Þessir litlu kyrpingar koma nákæmlega á sömu sekúndu út úr turninum eins og hani á klukku og svo ómar þetta samfelda bænaróp í einni samómandi iðu eins og sungin reykelsisfórn að ofanfrá, frá himnum ofan til hinna trúuðu. Menn segja að spámaðurinn hafi verið á tveim áttum, hvort hann skildi velja klukku kristinna manna eða mannsröddiua til þess að vekja menn. Hann kaus mannsröddina og breytti með því bygg- ingarlaginu. Því að allir þessir mjóu háturnar, sem eru einkennilegir fyrir öll austurlönd, eiga kyn sitt að rekja til þess að bera út raddir tyrkjaprestanna, er þeir kalla fólk til bæna.« í sömu andránni brá fyrir leiftri, svo að rauð- um glampa sló á hvíta turnana. »Dregur upp óveður úr Svartahafi,« sagði dr. Múller; »við fáum duglega hvolfu. Það þarf þrjá daga til þess að það sökkvi í jörð niður í Vínarborg sem fer hér úr loftinu á einum stundarfjórðung. En eitt er þó gott við það — það slær á rykið. En nú er réttast að halda heim áður en við verðum holdvotir.« Magnaður ilmur barst í lofti á undan svört- 19

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.