Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 11
MATTUR HUGSANANNA 155 þyrmilega í eyra Tuma, og honum var lyft til hálfs upp úr sætinu. Svona var hann teymdur á eyranu hálfhoppandi á öðrum fæti gegnum skólastofuna og settur í sitt upphaflega sæti og hlógu krakkarnir óspart að þessu. Kennarinn horfði svo á hann um stund þegjandi og ógur- legur á svip, svo gekk hann til sætis síns, án þess að mæla orð frá munni. Ró Tuma Iog- sviði í eyrað var hann þó ánægður með sjálf- um sér. Hvað lexíurnar snerti, var þetta næsta sorg- legur dagur fyrir Tuma. Regar átti að fara að hlýða honum yfir vissi hann ekkert orð í sitt höfuð. í landafræðinni varð alt öfugt: Vötnin urðu að fjöllum, fjöllin að fljótum, og fljótin að meginlöndum svo fór alt á ringulreið eins og fyrir sköpun heimsins, Regar hann fór að stafa stóðu í honum algengustu orðin, enda endaði þetta með því, að hann hlaut þann heiður að verða bekkjarlalli, og þeirri sæmd hafði hann haldið í marga mánuði. , Máttur hugsananna. Tveir fyrirlestrar. II. (Efíir Annie Besant). Það er oft talað um það nú á dögum, að sá og sá hafi »gert sig sjálfur«, ef hann hefur haft sig upp og áfram af eigin ramleik. En ef vér förum svo að spyrja nánara út í það, lend- ir það oftast við það, að átt er við, að hon- um hafi græðst mikið fé, en ekki það, hvað maðurinn hafi gert úr sjálfum sér. Rað er inni- eignir hans i bankanum, en ekki náttúra hans og skapeinkunn, sem við er átt. En nú ætla eg einmitt að tala nokkur orð um það, hvern- *g maður getur í raun og veru gert sig sjálfur —ekki skapað sér auð eða stöðu í þjóðfélag- mu, heldur hvernig hann getur skapað mann- inn sjálfan, seni vér köllum svo, hugsunarhátt sinn og viljastefnu, skapeinkunn sína og eðlis- far—og þá um leið framtíð sína. Petta alt er honum í lófa lagið, ef hann kann aðeins tökin á því að nota hugsanir sínar. Eg ætla að reyna að sýna yður og sanna, að hugsunin er hið mikla skapandi afl, bæði frá sjónarmiði því, er vísindin standa á nú á dögum, og eins eftir vitnisburði trúarbragðanna, og ef menn kunna rétt að færa sér þennan kraft í nyt, þá getum vér hæglega átt vald á framtíð vorri og sett á oss hverja þá mynd og snið, sem vér viljum. Margir muuu ef til vill vita, að trúarbrögð mannanna tala svo eitt á fætur öðru um mátt hugsunarinnar. Eitt af hinum elztu hinna helgu rita Indverja segir svo: »Maðurinn skapast af hugsuninni; það sem maðurinn hugsar, það verður hann.^ Og þessi kafli ritsins endar á þessum einkennilegu indversku oróum: »Hugs- aðu því um guð.« Og í hinum helgu ritning- um Gyðinga stendur: »Svo sem maðurinn hugs- ar, svo er hann.« Ressi vitnisburður trúarbragð- anna staðfestist í uppgötvunum vísindanna, og skal eg nú stuttlega minnast þeirra, til þess að afla mér þess, er tnenn kalla fastan grundvöll undir það, sem eg hygst að setja síðan fram sem notasælar lífsreglur. Vér skulum fyrst beina athygli vorri að einu, sem sýnir oss óðara og ótvíræðlega mátt hugs- unarinnar og vald hennar yfir hinu grófgerðara efni, sem jarðneskur líkami vor er gerður úr. Ef vér lítum á tvo gamla menn, og annar þeirra hefur verið alia æfi lundleiður og eigin- gjarn, en hinn blíðlyndur og mannelskur, þá getum vér óðara séð á yfirbragði þeirra, hvað hefur einkent lífsstefnu þeirra hvers um sig. Retta yfirbragð er orðið árangurinn eða niður- staðan af ýmsum vöðvahreifingum, sem vana- hugsunin hefur grópað fast í andlit þeirra. Hver sem hefur lesið hina alkunnu bók Darvins um það, »hvernig geðshræringarnar birtast«, mun hafa tekið eftir, hvernig hann leysir sundur geðshræringarnar eftir svipbrigðunum, og hvern- ig hann sannar, að líkamlega yfirbragðið breyt- ist smátt og smátt við margendurteknar geðs- hræringar. Og athugavert er það, og alhægt fyrir oss að veita því athygli, að ef karl eða ' 20*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.