Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 6
150
NYJA RÖKVLDV0KUR.
Sagan af honum Tuma litla.
Eftir Mark Twain.
Framhald.
VI.
Tumi var í illu skapi á mánudagsmorgun-
inn; hann var það raunar á hverjum mánu-
dagsmorgni, því þá lá framundan honum heil
vika, og á hverjum degi hennar þurfti hann að
pínast á skólabekknum. Pá var það næstum
betra að enginn helgidagur væri.
Hann vaknaði snemma og gat ekki sofnað
aftur. Hann lá þungt hugsandi í rúminu. Var
það nú ekki reynandi að látast vera veikur?
F*á gat hann ekki farið í skólann en varð að
vera heima, — Rað var ekki óhugsandi að þetta
tækist! Hann fór nú að ransaka sjálfan sig; hann
kleip sig og kreisti um allan skrokkinn, en hann
gat engan lasleika fundið, eða neinn þann blett,
er hann fann til öðrum fremur. Loksins fanst
honum eins og hann findi til magaverkjar, og
hann fór að verða vonbetri, en þessi sjúkdóms-
éinkenni voru afaróljós og hurfu loks með öllu.
Hann fór aftur að hugsa ráð sitt. Alt í einu
mundi hann eftir því, að það var laus í hon-
um ein tönnin. Retta var einstök hepni! Hann
var kominn á fremsta hlunn með að fara að
veina og æja, en þá datt honum það í hug að
frænka hans mundi óðara kippa út tönninni, ef
hann kæmi upp með þetta, en það var svo
óheyrilega sárt. Pað var þá betrá að hafa tönn-
ina svona til vara, en reyna að finna upp á
einhvérju öðru. Eftir æðilanga umhugsun mundi
hann eftir því, að læknirinn hafði einu sinni svo
hann heyrði, verið að segja frá sjúklingi ein-
um, sem hefði fengið svo illkynjað fingurmein,
að hann varð að liggja rúmfastur í tvær eða
þrjár vikur og var nærri búinn að missa fing-
urinn. Skyldi nú ekki alveg sama geta átt sér
stað með tærnar, að menn fengju meinsemd í
þær? Rað hlaut að vera! Honum var lengi
búin að vera aum ein táin, og hann dró fót-
inn út undan sænginni og fór að skoða á sér
tána. En til allrar óhamingju þekti hann ekk-
ert til þess, hvernig þessi sjúkdómur hagaði
sér á manninum, sem læknirinn var að segja
frá; þó fanst honum reynandi að vita hvernig
þetta tækist, og fór hann því að kveinka hárri
röddu. Siddi svaf ennþá, og var ekkert á því
að vakna við kveinstafina í Tuma. Hann herti
því á hljóðunum, enda fanst honum nú eins
og hann í raun og veru fyndi til verkjar í tánni,
og urðu því kveinstafir hans harla náttúrlegir.
En Siddi svaf eftir sem áður. Tumi var nú
orðinn móður af áreynslunni og hvíldi sig því
dálítið. Svo byrjaði hann á nýjan leik, en Siddi
hraut! Tuma gramdist sem von var þessi rot-
svefn í stráknum og fór að hrista hann til og
hrópaði: »Siddi! Siddi!«
Það virtist nú eins og Siddi væri í þann
vegin að vakna, enda tók nú Tumi á því sem
hann átti til og veinaði sem mest hann mátti.
Siddi geispaði, teygði úr sér, reis upp við oln-
boga og fór að horfa á Tuma, sem virtist ekk-
ert viðþol hafa.
»Hvað gengur að þér, Tumi?« sagði Siddi
loksins.
Tumi gegndi engu,
»Tumi, segi eg! Hvað gengur að þér dreng-
ur? Hví ansarðu ekki?« Hann hristi Tuma
duglega og horfði á hann kvíðafullur.
»Æ, þú mátt ekki hrista mig svona, eg þoli
það ekki,« stundi Tumi.
»Ertu veikur? Á eg að kalla á frænku?*
»Nei, það er ekki til neins, það er víst
bráðum úti með mig!«
»Jú, það er bezt að kalla á hana — æ, vein-
aðu ekki svona ákaflega, það er svo hræðilegt
að hlusta á það. Hvað hefurðu lengi látið svona?«
»Marga klukkutíma. Æ —æ —æ!«
»Hví hefurðu ekki vakið mig fyr? Vertu
nú ekki að þessu, það er svo óttalegt að heyra
til þín.«
»Æ, æ! Eg ætla að fyrirgefa þér alt, sem