Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Side 22
166 NYJAR KVÖLDVÖKUR. börnum. Eg hef ekkert af því séð nema »Leik- föng*, safn af smásögum handa börnum eftir þá Hallgrim Jónsson og Steingrím Arason, barnakennara í Reykjavík. Kver þetta er að mörgu leyti vel samið og hentugt handa börn- um, sögurnar siðferðislegar og Iagaðar til að vekja góðar tilfinningar og hugsanir, en heldur fjördaufar og vantar þetta æfintýralega og fjör- uga, sem börnin þurfa með. Mál er sumstað- ar ekki svo vandað sem skyldi. Slæm bönd hefur það lagt sumstaðar á höfundana, að þeir hafa prýtt kverið mörgum fallegum myndum, en þær eru allar útlendar, og svo hafa þeir farið að steypa utan um þær íslenzkar sögur, og verður samræmið þvf ekki ætíð sem bezt, óíslenskuleg atvik o. s. frv. En samt er kverið góðra gjalda vert og börn ættu að lesa það. En góðar myndir fást aldrei í íslenzkar barna- bækur fyr en þær eru gerðar eftir sögunum af íslenzkum mönnum eða ljósmyndaðar eftir til- settum hópmyndum, ef ekki verða önnur ráð til. En það virðist nú ætla að verða bið á því á þessari listamannaöld vorri að við fáum teikn- ara, sem leggi sig eftir að gera myndir í bæk- ur eins og Ludvig Moe og Poul Steffensen á meðal Dana. Kvöldvökunum hafa verið send tvö hefti af riti sem heitir »Nýtt og gamalt« frá Sigurb. Á. Gíslasyni í Reykjavík. Bæklingar þessir eru rit- aðir á móti hinni Nýju Guðfræði, sem kölluð er, og nú hefur yfirtökin við guðfræðisdeild háskólans í Reykjavík. Pau halda bæði eindreg- ið fram hinum eldri kenningum kirkjunnar, er bindur sig við játningarrit vor og rétttrúnað þann sem af þeim er leiddur, og hafa þar á meðal eitt og annað að athuga við hina nýju útleggingu biblíunnar. Kvöldvökurnar eru nú ekki guðfræðingarit og enginn þeirra, sem að þeim standa er bær um að segja um, hvar sannleikurinn er í því deilumáli, en heldur hall- ast þær nú samt að hinni nýju guðfræði í sum- um greinum, þótt ekki sé það í öllu, þykir hún óljós í sumu, en hin eldri stefna slá um of mörgu föstu, sem ærið erfitt mundi verða að sanna. Peir sem hafa áhuga á deilumáli þessu, ættu að lesa ritin, og það vel, en ganga þá ekki framhjá þeim sem á móti rita — því ekki er nema hálfsögð sagan ef einn segir frá. En af þessum . ritum einum -verður mál- ið ekki skilið svo vel sé. Þau eru rituð af á- huga og fylgi — eins og það sem á móti er ritað — ef til vill helzti miklu fylgi og helzti litlum skilningi á svo háleitu málefni. J- /• Ekkjumaðurinn. Eftir Max Adeler. Kona herra Archibalds N. Fischers tók sótt mikla og taldi læknirinn þegar tvísýni á lífi hennar. Og einn góðan veðurdag, er herra Fischer kom heim frá erindum sínum, fékk hann þá sorgarfregn, að hún væri dáin. Þegar fyrsta örvæntingarkastið rénaði sendi hann eftir, lík- kistu, batt sorgarslæðu um hurðarhúninn, setti auglýsing í ljóðum um andlátið Pblöðin, sendi hattinn sinn til hattarans og hafði annan al- mennan undirbúning íyrir greftraninni. Er hann hafði aflokið þessu, tók hann sér sæti í dag- stofunni og syrgði, og vinir hans komu til að hugga hann og hughreysta. »Huggunarorð ykkar hafa enga þýðingu fyrir mig,« sagði hann, »eg lifi þetta ekki af; eg býð þess aldrei bætur. Pað hefur aldrei verið uppi önnur eins kona og hún; og aldrei mun koma sú kona, að jafnast geti á við hana. Eg vil ekki lifa án hennar; nú fyrst hún er dáin, er eg reiðubúinn að deyja hvenær sem vera skal. Hvers virði er lífið nú orðið fyrir annan eins mann eins ogmig? Pað er eintóm auðn, og engin hamingja getur fallið mér í skaut eftir þetta.« »Pér verðið að bera það eins og karlmenni,® sagði Potts læknir. »Slíkar ráðstafanir drottins eru oss fyrir beztu. Nú er hún engil!.« »Já, eg veit það,« sagði Fischer snöktandi,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.