Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 14
158 NYJAR KÖVLDV0KUR. smátt fær til að starfa með smágerðum hugs- unum. Þá mundi hugsunarafl vort vaxa hægt og án þess að vér tækjum eftir því, en fara sívaxandi með góðum þroska. Þá mundi heil- inn líka vinna skarpara, fljótara, öruggara að daglegum störfum vorum. Vér mundum finna að hann mundi fara að þola meiri og meiri áreynslu. Heilinn mundi þá þroskast viðlíka eins og aflraunamaður þroskar líkama sinn; heilinn fær meiri krafta og bregzt ekki, þegar vér þurfum að taka til hans. Og sama á líka við um Hkama vorn — alveg sama með vöðvana eins og heilann. Sandow aflraunakappi ræður þeim, sem venja vöðva sina eftir þeirri aðferð, sem hann hefur fundið upp sjálfur, að gera ekki æfingarnar hugsunarlaust, heldur beina huganum fast á þann vöðva, sem hann ætlar sér að æfa. Og það er alveg rétt athugað af honum. Ef vér látum mátt hugsunarinnar verka á vöðvann, verður lífsstraumurinn í honum magnaðri og vöxtur hans gengur fljótara. Hugs- unarafl vort er í orðsins fylstu merkingu skap- andi kraftur, og það þó við vöðva líkamans sé að eiga. Nú skulum vér líta á, hvernig máttur hugs- unarinnar birtist á annan veg, þótt fátíðari sé. En ef maður ætlar að beita þessu valdi henn- ar, eru allmikil tormerki á því, þó þau mest, að svo margar aðrar hugsanir sækja að manni, þegar maður reynir að hugsa um eitthvað eitt einstakt. Rað vita allir þeir, sem einhverntíma hafa reynt til að hugsa. Rað þarf langa iðkun og æfingu til þess að geta dregið saman hugs- un sína. Fyrst, þegar vér byrjum, koma svo margar aðrar hugsanir þjótandi að úr öllum áttum, að það dofnar yfir þeirri hugsuninni, sem vér vildum halda fastri — alveg eins og þegar straumfall í á minkar, þegar aðrar ár falla alt í einu í hana frá báðum hliðum; vatn- ið hverfist þá í allar áttir í freyðandi hringið- um. Enn einn vegur er þó til, til þess að reyna mátt hugsunarinnar, eða útiloka allar aðrar hugs- anir; þessi vegur er ærið óbrotinn: það er dá- leiðslan eða segulsvæfingin (magnetiseringin), sem kölluð var. Ef einhver er dáleiddur þann- ig, lamast heilinn og getur ekki starfað á venju- legan hátt. Svo djúpan er hægt að gera þenn- an svefn, að hjartað virðist hafa hætt að slá og andardrátturinn að dragast saman í lung- unum sjálfum. Ef spegli er haldið fyrir vitum þess, sem dáleiddur er, kemur engin móða á hann. En þó má komast að því, með því að setja verkfæri eitt mjög nákvæmt á brjóstið yfir hjartanu og lungunum, að smáféldar lífshreif- ingar eru enn á kviki; hjartað er ekki alveg hætt að slá, og lungun ekki alveg hætt að þenjast út og dragast saman. Afleiðingin af þessu ástandi líkamans verður sú, að blóðrás- in hættir að mestn í æðunum og sýrist því ekki nægilega. Heilinn er í því ástandi, sein kallað mundi vera svefnsýki, ef maðurinn væri veikur. Þegar blóðrásin er þannig hætt að mestu, getur heilinn heldur ekki unnið vana- verk sitt. Ef menn láta geisla af rafurmagnsljósi falla inn í augað, verður það þess alls ekki vart; ef menn skjóta úr skammbyssu rétt aftan við eyrað, reynist eyrað jafndauft og augað. En hvernig fer nú, ef vér förum að ransaka vitundina og framkomu hennar? hún er þó vön að láta á sér bera í vökunni fyrir milligöngu heilans. Rá verðum vér þess vör, að verkanir vitundarinnar hafa alls ekki dofnað, þó verk- færi þetta, (o: heilinn) lamaðist, heldur hafa þær miklu fremur orðið skarpari og sterkari en áð- ur. Má gera margvíslegar tilraunir til að sanna að svo er. Heilinn er orðinn tilfinningarlaus gagnvart öllum ytri áhrifum, engin hugsunar- hreifing fer fram í honum; öll vanastörf hans eru gersamlega hætt. En ef hann er nú látinn verða fyrir áhrifum að utan frá, sem vér get- um kallað undirstungu hugsunarinnar (suggest- ion), má koma mörgu og merkilegu á leið. Undirstungan getur nú starfað ein og óhindruð, og getur hún þá haft hin undraverðustu áhrif á líkamann. Hún getur látið koma fram sár, brunablöðrur og hverskonar aðrar meinsemdir sem vera vill. Fyrir skömmu síðan hafði stúlka ein verið dáleidd við læknafund eða skóla í París. og var nýbúið að vekja hana svo mikið að hún gat heyrt, því að það er hægt, þó að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.