Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 21
BÓKMENTIR.
165
an, og er hún ekki síðri að efni, og ihinna
viðburðirnir að nokkru á íslendingasögur vorar
og fornaldarsögur, sífeldar styrjaldir og ófriður.
En sá er munurinn að hið þýzka, realistiska
nútíðarskáld teygir málið eftir vorrar tíðar sið
nt í nýtízkumálalengingum og framsetninguna
vantar alt þetta miðaldalega ákveðna og skarp-
orða, sem er aðaleinkunn fornrita vorra. ^Rá
hlógu allir æsir nema Týr; hann lét hönd sína,«
segir í Eddu. Það væri gaman að vita hvað
nýtízkuskáldunum hefði enzt þetta í margar
línur, að eg ekki segi blaðsíður, til þess að
Þynna það út með. En þetta er tízkan. Fram-
setningin í sögunum okkar er ósvikið gull; en
það er fyrirferðarlítið; það eru korn, en þau
korn eru gullkorn, eins og þessi setning úr Eddu,
sem eg tók fram — og svo mýmargar aðrar.
Fæstum af nýju skáldunum dettur í hug að
Þjappa efninu saman; nei, þau teygja úr því og
drýgja það, þangað til það er orðið að hrein-
asta tannbaki eða gulli úr blaða-auglýsingum
útlendu mangaranna, sem eru að auglýsa hér
og »trekkja okkur upp«. En svo léiðir af því
annað. Ressar nýtízkumálalengingar og lýsingar
eiga við nýtízkumál, en ekki fornmál. Bjarni
hefur útlagt báðar sögurnar á íslenzku fornmáli,
og ferst það svo vel, að furðu sætir; það þarf
ekki að efa það, að hann hefur ágætt vald á
sögumáli voru hinu forna. Og hefur þó oft
verið miklum erfiðleikum bundið að koma fornu
máli við lýsingar höfundarins. Enda verður
efnið og málið víða eitthvað hjáleitt, eins og
þau fari hvort framhjá öðru. Og eitt er það,
sem eg kann ekki við hjá þessum þýðurum
skáldsagna frá miðöldunum: Rorsteini Gíslasyni
og Bjarna Jónssyni: F*að er þessi útlegginga-
sótt á nöfnum. Yngvi er gert úr Ingo og Ingvi-
Hrafn úr Ingraban, o. s. frv. Að vísu má þess-
ar útleggingar til sanns vegar færa, og forn-
nienn gerðu það oft, bæði við þýzk nöfn og
írsk, að færa þau í íslenzkan búning. En þegar
annað eins afskræmi er gert, eins og t. a. m.
Ivar hlújárn úr Ivanhoe, eða með öðrum orð-
um, partur af bæjarnafni gert að mannsnafni,
þá fer skörin að færast upp í bekkinn. Nöfnin
eiga fulla heimtingu á að halda sér óbreytt,
nema helzt að setja á þau íslenzka endingu,
s. s. Marie=María, Matthilde=Matthildur o. s.
frv. Eða vilja þessir menn heimila þeim, er
leggja íslenzkt skáldrit út á þýzku, eða sög-
urnar okkar, að útleggja nöfnin og setja Bár
fyrir Björn, Schlachtheld fyrir Gunnar, Sturm-
wind fyrir Kári og þvíumlíkt? Eg hygg það
rynni á þá tvær gvímur—sem von væri. Sagan
er annars ágæt, og þýð. skal hafa þökk fyrir
verk sitt.
Annað rit hefur hann og þýtt úr norsku:
/ helheimi eftir Árna Garborg. Fyrri hluti þess
kvæðis kvað hafa komið út fyrir nokkrum árum:
Huliðsheimar, og var orð á því gert, hvað það
rit væri vel útlagt; en ekki hefur Kvv. borizt
sú þýðing í hendtfr. Frumrit þessa kvæðis hef
eg ekki séð nema lítið sýnishorn, en eftir því
að dæma er þýðingin snildarvel gerð. En ekki
,tait eg hvort almenningur manna skilur þetta
snildarverk höf. svo, að það nái þeirri útbreiðslu
sem vert er. Höfuðefni er vitrun, sem stúlka
fær, sem leidd er í gegnum allar álfur helheims
og er að því leyti einskonar ný Inferno Dantes
eða Dungalsleiðsla. Margt stórt og alvarlegt
athugunarefni kemur fram í kvæði þessu.
Eg hef séð tekið fram í blaði að Bjarni
hafi byrjað á að þýða Faust eftir Goet’ne, en
látið þó á sér heyra, að hann mundi ef til vill
hætta við hann eða uppgefast. Rað ætti hann
ekki að gera. Pað væri fagurt hlutverk og þarft
af honum að gefa okkur tiltölulega eins góðar
þýðingar eins og þessa af Faust Goethes, að
minsta kosti fyrri hlutanum og ágripi af hinum
síðara, líkt og Rydberg gerði, og svo af Wall-
enstein eða Don Carlos Schillers. En þessi rit
ætti þá bókmentafélagið að gefa út. Það væri
þó ofurlítill smekkbætir með íornbréfasafninu
og samskonar harðindamat, sem biskupinn seg-
ist láta á hilluna og láta þar bíða dánarupp-
boðsins—og það með réttu.
Talsvert kvað og hafa komið út á næst-
liðnu ári af sögum og skemtikverum handa