Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 16
160 NYJAR KVÖLDVÖKUR. hvílíkur Ieikhnöttur líkami og skilningarvit mann- anna getur orðið fyrir mætti hugsunarinriar, þeg- ar svona er í garðinn búið. Ef maður kann nú að hugsa skarpt og ljóst, þá getur maður líka þvíngað menn til að hlýða valdi hugsun- arinnar án þess að beita dáleiðslu. Því að þýð- ing dásvefnsins er ekki önnur en sú, eins og áður er sagt, að útiloka hinn dásvæfða frá öllum aðkomandi hugsunum öðrum en þeim, sem dávaldurinn undirstingur hann með. Nú skal eg víkja að öðrutn reynslutilraun- um, sem þykja ef til vill enn þá merkilegri. Allir hafa að líkindum heyrt um töfralistir þær, sem indverskir loddarar eða sjónhverfingamenn hafa í frammi og vekja að jafnaði hina mestu furðu. Stundum heyrum vér að töfraleikarar í Norðurálfu segja: »Vlð getum gert alveg það sama.« Að vísu; en munurinn er sá, að hin- ir finmstu þeirra í Norðurálfu geta leikið þær eftir, að minsta kosti að nokkru leyti, aðeins á sérstöku leiksviði, sem þeir eiga sjálfir, með ' margbrotnum útbúnaði og frammi fyrir áhorf- endum, sem sitja í nokkurri fjarlægð frá leik- sviðinu. Indverjinn aftur gengur til okkar nak- inn að mestu og hefur ekki annað meðferðis en belti yfir um sig og vanalega tágakörfu á baki, allstóra. Körfuna setur hann frá sér, og vér fáum að horfa á hana og skoða hana svo vandlega seni vér viljum. Hann biður oss að setjast niður í hring í veröndinni hjá okkur, og það í hring utan um sig og barnið sem með sér sé. Svo sjáum vér að hann lætur barn ofan í körfuna, bregður síðan sverði sínu og rekur það hingað og þangað þvers í gegn um körfuna; vér heyrum sárt vein og sjáum blóð sitra út úr körfunni. En svo koma eitt, tvö, þrjú börn hoppandi inn í veröndina einhversstað- ar utan úr buskanum. Vér tökum opna körfuna, og þá er hún tóm. Hvað hefur nú farið fram ? Eingöngu vanaleg skynvilling, sjónhverfing, dá- svæfis-loddarabragð, — og ekkert annað. Töfra- maðurinn gerir þetta ekki tvisvar hvað ofan í annað. Hann fer burt og segir: »Ekki oftar í dag, á morgun skal eg koma og gera það aftur.* Ef við gætum nú vandlega að, hvernig mað- urinn ber sig til, þá tökum vér eftir því, að þegar hann er seztur mitt á meðal okkar, smá- raular hann undarlegt vísuerindi, ákaflega til- breytingalaust, og margtekur upp sömu Ijóð- liðina; vér verðum þess ekki vör, en með þessu tilbreytingalausa söngli lamar hann hægt og hægt heila vorn og skilningarvit. Hann gerir alveg hið sama og dávaldurinn, þegar hann lamar heila þess, sem hann á við; en hann gerir hinar svonefndu víðtæku sjónhverfingar, D: hann undirstingur ekki einn, heldur alla í einu, sem í kring sitja. Pað, sem vér þykjumst sjá, er það, sem hann beinir hugsun sína fastast á — það sem hann vill að vér sjáum. — Sams- konar er hin orðlagða tilraun með reipið, sem er algengt að gera út á strætum. Vér sjáum það glögl, hvernig Indverjinn rekur reipið utan af mitti sér og kastar því í loft upp; hvernig reipið fer hátt, hátt í loft upp; hvernig dreng- ur klifrar upp eftir því og hverfur upp í loft- ið ; hvernig maðurinn les sig upp á eftir honum og hverfur lika. Stundum sjáum vér svo, að limirnir af drengnurn koma í slitrum ofan úr háa lofti á jörð niður — og svo koma þeir báðir, maðurinn og drengurinn ofan eftir reip- inu ofan í fólksþvöguna, báðir bráðlifandi, vefja upp reipið og fara leiðar sinnar. Eintóm dá- svæfing. Ljósmyndavél festir enga mynd af þessu á plötu sína. Alt þetta sýnir það glögglega, hvað hugs- unin getur, þegar hún vill villa fyrir mönn- um. Og ef hægt er að villa svona fyrir glað- vakandi fólki — þá er ekki gott að neita því, að hér opnast ótal undarlegir vegir til þess að vinna með mætti hugsunarinnar. Vér höfum sanufærzt um, að það er hægt að fá fólk til þess að sjá og heyra hvað sem menn vilja; og meira að segja, framleiða sár og skemdir á lík- ömum manna, ef menn hafa hörku í sér til þess. Rað eru því engin undur, þó menn geti beitt sama hugsunarkrafti í aðrar áttir, eytt sjúk- dómum og skapað heilsu, læknað í stað þess að sýkja, gert gott í stað þess að gera ilt. Ra-na er undirstaðan fyrir þvi, sem vér höfum heyrt um lækningar fyrir trúna, Christian-Science

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.