Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 7
;r> TUMI LITLl. 151
— sem þú hefur gert mér á móti. Æ—æ—æ!
Þegar eg er dáinn þá — — —«
»F*ú ætlar þó ekki að fara að deyja, Tumi,
— það er ómögulegt! Drottinn minn góður!
þú mátt ekki deyja!«
»Eg fyrirgef ykkur öllum, æ —æ —æ! Segðu
þeim það, Siddi minn. Gefðu nýkomnu stúlk-
unni eineygða ketlinginn minn og gluggakrók-
inn, og segðu henni — æ —æ —æ! Ó —ó!
Siddi tók ekkert undir þetta, því að hann
var þotinn ofan með fötin sín undir hindinni,
Tumi fann nú til verkjar í tánni í raun og veru,
svo miklu gelur ímyndunin til Ieiðar komið,
enda kveinaði hann eins og dauðveikur maður.
Þegar Siddi kom ofan hrópaði hann næsta
skelkaður:
»Góða frænka mín! Þú verður að koma
undireins upp til hans Tuma. Hann er að deyja.«
»Deyja ?«
»Já, en þú verður að flýta þér. Komdu
nú strax.«
»Slúður! t*að er rétt trúlegt, að tarna.«
Pað þurfti þó ekki lengi að herða á henni.
Hún þaut upp stigann og þau á eftir. Hún var
náföl í framan, þegar hún gekk að rúminu til
Tuma.
»Hvað gengur að þér, Tumi? spurði hún
skjálfrödduð.
Æ, æ! góða frænka, eg — — — «
»Segðu hvað að þér er barn!«
Æ, eg hef svo míklar kvalir í tánni, sem
tnér hefur verið ilt í.«
Hún lét fallast niður á stól og mátti svo að
°rði kveða, að hún hlæi með öðru auganu en
gréti með hinu.
%Pú gerir mig altaf svo hrædda, óhræsis,
slæmi strákurinn þinn,« sagði hún. »Rístu nú
UPP og hættu þessum kjánalátum!«
Nú liðu kvalirnar sjálfsagt frá, því að Tumi
hætti að veina. Hann fann það, að hann hafði
beðið þarna ósigur og sagði:
»Eg hafði svo miklar kvalir í tánni, að eg
gleymdi alveg tannpínunni!«
»Tannpínunni! Já, já; það er ekki ein bár-
stök! Hvað er nú að tönnunum í þér ?«
»Ein þeirra erlaus og kvelur mig svo ótta!ega.«
»Nú er heima; farðu nú samt ekki að hljóða
aftur. Ojá, það er satt, greyið, tönnin er laus,
en þú deyrð sjálfsagt ekki af því! Farðu María
og fyndu mér sterkan silkiþráð, og komdu með
eldibrand neðan úr eldhúsinu!«
»Æi-nei, frænka mín, kiptu ekki úr mér
tönninni, það verður ennþá verra. Eg kæri
mig ekkert um að vera heima í dag; eg skal
fara í skó!ann!«
»Nú, það er svona lagað ! Pú hefur fundið
upp á þessu til þess að þurfa ekki kað fara f
skólann Seint ætlarðu að láta þér segjast,
ótuktin þín !«
Nú voru öll tannlækningaverkfærin tilbúin.
Gamla konan brá lykkju uin lausu tönnina, en
hinn endann á þræðinum batt hún um rúm-
stöpulinn til fóta. 'Svo greip hún eldibrandinn
og rak hann að andliti drengsins. Hann kipt-
ist aftur á bak, eins og nærri má geta, en tönn-
in hékk í silkiþræðinum á rúmstöplinuin.
En menn fá oftast flestar raunir sínar bætt-
ar á einn eða annan hátt. Regar Tumi, sem
látinn var fara í skólan eftir morgunverð, var
á leiðinni þangað, mætti hann mörgum drengj-
um og allir öfunduðu þeir hann af skarðinu
eftir tönnina, end gat hann nú spýtt svo mynd-
arlega í gegn um það. Einn af þeim sem Tumi
hitti á leiðinni til skólans. var Huckleby Finn.
Hann var sonur versta fyllisvínsins, sem til var
í þorpinu, og var álitinn mesta úrhrak. Allar
mæður í þorpinu óttuðust þennan dreng, því
hann var sagður bæði latur og klækjóttur. En
verst var þeim þó við hann sökum þess, að
ailir drengir þeirra sóttust eftir félagsskap hans
og dáðust leynilega að honum, léku sér við
hann, er þeir sáu sér færi, og kusu helzt að
líkjast honum í sem flestu. Tuma hafði strang-
lega verið fyrirboðið að vera með honum, en
einmitt þess vegna sóttist hann eftir því að
leika sér við hann, þegar þess var kostur.
Huckleby var oftast klæddur fötum af fullorðn-
um mönnum, sem hann hafði fundið einhvers-
staðar í sorphaugum; voru þau oftast svo illa
útleikin sem mest mátti vera. Hann hafði hatt