Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Qupperneq 6
272
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
Hún gekk upp riðið við hönd Hughs og
sveipaði möllinum að sér. Á eftir henni komu
O’Sheara og þernur hennar.
Rá kom einhver björt vera á móti þeim
að ofan frá. Smaragda stanzaði og leit upp
fyrir sig undrandi: Það kom þar kona á móti
þeim, alhvít sem Ijóssengill með snjóhvítt hár,
eins og drotning í limaburði og framgöngu.
Hugh stóð þar eins og þrumulostinn — hann
slepti Smarögdu og breiddi út faðminn.
írska konan færði sig að eyra Smarögdu
og hvíslaði að henni aðeins:
sRetta er móðir hans.«
Rá skundaði Smaragda fram, féll á kné
fyrir lafði Isabellu og kysti klæðafald hennar.
24. Göfugar leiðir.
Allmikill hópur farþegja hafði hópað sig
saman á þilfarinu á einu af gufuskipum þeim,
sem fara frá Konstantinópel til Piræus á Grikk-
landi á hverjum mánudegi; þeir horfðu til lands
og inn yfir bæinn með ærið misjöfnum tilfinn-
ingum.
Miðdepill þeirra var lafði Isabella í alhvít-
um klæðum. Við hlið hennar stóð Smaragda,
klædd svörtum sorgarbúningi, en við hina hlið-
ina Hugh í ferðabúningi; tvær hinar tryggu ar-
mensku þernur stóðu á bak við húsmóður sína.
Sóltjaldið var þanið yfir þiljurnar. Pað hafði
verið ærið heitt um daginn, og þótt sól væri
mikið hnígin til útsuðurs yfir opnu hafinu, hvíldi
þó loftið eldheitt yfir sjöhæðaborginni, svo að
hver andvari utan af sjónum var hreinasta hress-
ing fyrir farþegjana.
Gufuskipið lá nærri nýju brúnni og enn
sýndi borgin fegurð sína í undurfögrum ljóma.
Galata og Pera risu þar upp í glaðasólskininu
með mislitum húsum, glampandi rúðum og
björtum smáturnum, og var það útsýni óvið-
jafnanlega fagurt. Stambúl var sveipuð blárauðri
móðu og þunn kvöldskýin svifu yfir bænum
og var eins og yndisfögur mær með blæju
gagnvart hinum skæra Ijóma útborganna. Hinu-
megin við Bosporus sást Skútari, gul og pur-
puralituð með fjölda bænhúsa, en fyrir ofan
hana sá í Kypresskóginn, dökkan ílits.
Hugh horfði á allan þennan Ijóma með
döprum huga. Kveðjur og skilnaður! Hann
kvaddi nú þetta land, þar sem hann ætlaði að
afreka svo mikið, þegar hann kom, en alt þetta,
sem hann hafði ætlað að koma fram, var að
engu orðið. Kveðjur og skilnaður! Að þrem
dægrum liðnum átti hann að sjá Smarögðu í
siðasta sinn. Konstantínópel var að hverfa.
Pegar skipið kæmi til Piræus, mundi Smaragda
fara af þvf. Hún ætlaði til Kolonos til Gurdij-
ans föðurbróður síns.
Enn einn bátur kom úr landi skömmu áð-
ur en akkerum var létt. Dr. Möller kom út á
skipið. Hann heilsaði Hugh með handabandi.
Hann var líka að yfirgefa Konstantínópel.
»Kustanyi Bey bað að heilsa,« sagði hann.
»Hvernig líður honum? Eg var orðinn
hræddur um að gerræðisbragð hans mundi
kosta hann embættið og eg hafi orðið honum
til ógæfu.«
»Kustanyi Bey er í bezta skapi. Eg hef aldrei
séð liggja eins vel á honum. Hann var hjá mér
rétt áðan, svo eg hélt eg væri að verða stranda-
glópur. Hana nú, þar er verið að draga upp
akkerið, og gufuskipið er að færast af stað. Eg
hef komið á síðustu stundu.j
^Kustanyi er ánægður, segið þér? Svo það
hefur alt farið vel?«
• Tyrkneskt stjórnarfar,« sagði dr. Múller;
»annars ræðst það oft svo, að það sem bezt er
hugsað og undirbúið, fer illa, en léttúðin og
gapaskapurinn leiðir til gæfu. Svona fór það
méð áhlaupið á höll patríarkans. Um hádegið
í dag kom einn af vildarþjónum soldáns til
Kustanyi og færði honum þúsund pund að gjöf
frá soldáni sem viðurkenningu fyrir dugnað
hans. Pér getið hugsað yður, hvað Kustanyi
varð glaður og veslings O’Sheara varð sæl.
Hún tók óðara peningana til sín. Hún ætlar
að borga með þeim skuldir.«
Og hvernig stendur á þessu öllu saman?
»Soldáninn sjálfur varð dauðhræddur við
óhljóð og öskur brunaliðsins, og varð sárfeg-