Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Side 7
SMARAODA 273 'nn, þegar þessi svokallaði eldsvoði varð slökt- ur svona fljótt. Hann heimtaði skýrslu, og yfir- maður Kustanyis, yfirbrunaliðsstjórinn, sem á hjá Kustanyi, tók það ráð að segja að Kustanyi hefði staðið sig eins og hetja. Auðvitað. Pann- ig var heiðri brunaliðsins og brunaliðsstjórans borgið, soldán var ánægður og Kustanyi gat borgað skuldina. Og því ánægðari er soldán, sem það var höll híns armenska æðsta prests, sem bjargað var. Rá geta ekki sendiherrarnir sagt, að fólkið hafi brent hana.« Það er ágætt, það er afbragð. Og svo ætl- ið þér að fara með okkur og yfirgefa Kon- stantínópel, sem þér unnið þó svo mjög.« »Eg ann henni ekki lengur. Nei, þessir síðustu viðburðir hafa komið inn hjá mér óbeit á bænum.« »Og ætlið þér nú til Vínarborgar?« »Til Vínar? Nei, ekki til Vínar og ekki til neinnar af þessum vel skipuðu, tárhreinu og dygðumprýddu borgum á meginlandinu. Pér horfið á mig hjssa — en eg gæti alls ekki lifað þar. Eg mundi altaf, ef eg væri heima, heyra gjallandi dauðaóp Armenanna óma í eyrum mér, °g gæti ómögulega felt mig við þessi letilegu loforð og særi um að kristnum mönnum skuli vera óhætt og meira en það í austuríöndum. Eg gæti ekki með rósemi lesið allar þessar leiðandi greinar blaðanna um veraldarfriðinn °g framrás menningarinnar í heiminum. Eg ætla bl Aþenu. Þar ætla eg að setjast að fyrst um sinn.« »Þér talið eins og þér Iesið upp úr sálu nhnni. Eg fer til Englands. En ekki til að lifa í makindum. Eg get gert meira fyrir Armena þar en hér. Eg ætla að láta eigin reynslu mína birtast þar í Lundúnanefndinni. Móðir mín fer með mér. Hún hugsar hið sama og eg. Hún snýr ekki aftur til Kairó; hún vill fá stærri verkahring. Hún ætlar að helga líf sitt að fullu hinum undirokuðu kristnu þjóðum.« Hugh talaði í fullri alvöru, en þegar hann hætti, kom þunglyndisblærinn aftur yfir hann. Hann gekk til móðursinnar; hún sat þar hugs- andi og horfði inn til bæjarins, sem var meir meir að hverfa. »Rú ert með hrygðarsvip, barn mitt,« sagði hún. »Æ, móðir mín, eg er líka hryggur.* »Af hverju?« »Hvaða gagn geri eg í lífinu? Hvaða lið er í mér? Hverju getegáorkað? Eg er hrædd- ur um að eg sé óhagsýnn og gagnslaus maður.« »Er það v?st?«j »Hvað er eg? Ekkert. Eg hef orðið að hverfa frá stjórnmálastöðu. Eg fæ líklega aldrei framar embætti, þar sem eg get orðið Englandi til gagns. Og sannast að segja langar mig ekkert til að fást við stjórnmálastöff framar. Eg er búinn að fá nóg af því.« Lafði Isabella strauk þýðlega um enni hon- um, eins og vildi hún slétta úr áhyggjuhrukk- unum og brosti við. Svo opnaði hún litlu leð- urtöskuna sína og tók úr henni bréf. »Hérna er bréf sem eg fékk frá Gladstone sama daginn, sem eg fór frá Kairó. Eg var fullráðinn í að fara áður en það kom. Þú hefur haldið í fávizku þinni og barnaskap, að eg tryði sögunum þínum. Eins og eg sæi ekki að þú varst veikur á því, hvað þú varst skjálfhentur á skriftinni.« Hugh kysti hönd móður sinnar. »Hvaðr bréf er það frá Gladstone?« sagði hann. »Hann er og verður altaf »the grand old man« (gamla mikilmennið). Hann skrifar og segir, að hann sé alveg samdóma gerðum þfn- um, og skilji þær mjög vel. Hann heldur að þú getir rótað upp í samvizkum manna þegar þú kemur til Englands. Hann ætlar sjálfur að vitna með í næstu ræðu sinni. Og seinast skrif- ar hann þessi orð: »Öll Evrópupólitíkin er tómur bjánaskapur«.« »Já, hann er mikilmenni,« hrópaði Hugh. Hann segir það, hann, sem hefir stýrt stjórn- arfleyi Breta, og sem stjórnarvaldamaður hins stærsta ríkis í heimi, veit hann vel hvað póli- tík er.«

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.