Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Page 10

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Page 10
276 NYJAR KVÖLDVÖKUR. getur því vel verið hann komi ekki fyr en langt er liðið á nótt.« »Já, herra barún,« svaraði Lapierre. »eg skal vaka sjálfur. Herbergin hans hr. Rousset bíða viðbúin að taka á móti hr. Buisson.« Svo gengum við inn í salinn, og var svo á hvorugan þeirra Roussets eða Buissons minst framar. Barúnsfrúin var svo náðug að minnast þess að eg var þar líka, og eg var beðinn að lésa upp Ijóð. Eg bauðst til að lesa upp leik- ritið barúnsins, en frúin kvaðst vera búin að heyra það sex sinnum og kunna það utanbók- ar; hún vilji heldur heyra Corneille eða Ra- cine. *) Til þess að hefna mín á henni fyrir dramblæti hennar hélt eg leikriti barúnsins fast fram, svo að hún varð að ganga samninga- leiðina, og það varð ofan á, að eg læsi upp fallegustu staðina úr riti barúnsins. Og það voru líka fallegir kaflar! Ró lofuðu þau mér að ráða því sjálfur, hvað eg las upp. Eg varð þess var að barúninn var afar- þreyttur, og þurfti að taka á allri aðdáun sinni á leikriti sínu til þess að halda sér vakandi, þangað til lestrinum var lokið. Eg rak svo endahnútinn á með því þylja upp með tilbreyt- ingalausri röddu þunglamalegar glépsur úr skáld- unum gömlu, svo hann steinsofnaði þegar og fór að háhrjóta. Barúnsfrúin geispaði; henni fanst eg kaldur, Kvæðin, sem eg þuldi, gáfu henni í skyn að eg hvorki mundi vera góður Ieikari né smekkmaður. Hún greip til þeirra óyndis- úrræða að snupra manninn sinn fyrir það að sofna; hann stygðist við og fór burt til að hátta, en lét mig eftir hjá frúnni og einhvers- konar skemtunarstúlku sem sat fram við dyr. En hún bafði sig burt hið skjótasta; annaðhvort hefur henni þótt eg í leiðinlegra lagi, eða þá hún hefur fengið bendingu um að fara, þegar barúninn var farinn. Svona var eg þá orðinn einn á tali við frúna, og var eins og hún hefði ekkert á móti því, annaðhvort af því ekki var betru til að tjalda, eða þá af forvitni. Eg breytti óðara and- *) Nafnkunn frönsk sorgarleikaskáld á 17. öld. liti mínu, limaburði, málrómi og umtalsefni. Eg hætti að vera dauflegur sveitaleikari og gerðist eldfjörugur listamaður, sem þið kannizt við, og eg var þá. Eg lék hlutverk þeirra Agamemnons og Ágústusar og hafði mig allan við að gera það sem bezt. Eg lék Cid fyrir fótum Cisnene og Títus í ástakvölum sínum fyrir Benenice. *) Þá sannfærðist eg um að hún skildi ítölsku, og runaði eg þá upp úr mér þátt á ítölsku, sem eg bjó til sjálfur. Hún tók að lifna af geðshræringu; eg kom henni öðruvísi fyrir sjónir en fyr. Henni vöknaði um augu og brjóst- in fóru að lyftast lítið eitt. Eg varð þess var að augu hennar tindruðu, og eg fann að hönd hennar var heit, því eg snerti har.a með liðlegri Ieikhreifingu. Hún spurði mig, hversvegna sam- tölin féllu svo Iétt í ítölskum garnanleikjum, sem menn lékju upp úr sér, eins og menn vildu láta áheyrendur halda að þeir kynnu það alt utanbókar; en eg svaraði, að það væri miklu meira komið undir leikaranum, sem léki á móti okkur, en efni leiksins, og þeir, sem með oss lékju, gerðu oss oft mælska með augnaráði sínu eða hrifningu þeirri, er þeir vektu með oss. »Til dæmis,« sagði eg við hana, vgetur það vel viljað til að vér tölum máli þeirra til- finninga, sem éinhver meðleikandinn vekur með oss. Pað hef eg oft séð, og eg er sannfærður um, að eg mundi standa mig ágætlega í mörg- um hlutverkum, hefði eg fyrir augum þá feg- urð, sem eg hefði látið mig dreyma um á meðan eg hugsaði út mitt hlutverk.« Barúnsfrúin varð hugsi. »Eg hefði gaman af að sjá yður og heyra á slíku hughrifningastigi,* sagði hún. »Eg hef ekkert séð nema skrípaleiki hjá Ítölum.« »Pað er alt undir yður komið, náðuga fru, hvort þér viljið sjá slíkt í alvarlegra sniði.* »Hvernig þá?« svaraði hún með uppgerð- arsakleysissvip. »Pér verðið að setja svo, sem þér tækjuð •) Þetta eru alt persónur úr leikritum skáldanna Corneille og Racine.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.